• Frétta TV

Nýtt FréttaTV

25. sep. 2018 Fréttir og tilkynningar

Nýtt FréttaTV

Stjórn Félags heyrnarlausra hefur ákveðið að hefja tilraunaverkefni með reglulegar fréttir undir heitinu FréttaTV sem birtar verða á heimasíðunni deaf.is og facebook síðu félagsins.

Hugmyndin er að birta í fyrstu, þrjá daga vikunnar, t.d mánudaga, miðvikudaga og föstudaga nýjustu fréttir með grafík þannig að þær verði lifandi og líkari fréttum eins og við þekkjum úr fréttatímum Rúv og Stöðvar 2.

Það yrði gaman að fá álit ykkar á útliti og formi fréttanna til að þær verði meira aðlagaðar eftir ykkar óskum.