ÓTTAST ALGERA KJARAGLIÐNUN

Undirtitill

28. maí 2015

 

www.mbl.is 28.5.2015

 

„Enn eina ferðina fáum við frétt­ir af því að túlka­sjóður er tóm­ur svo að fólk sem þarf að nýta sér túlkaþjón­ustu get­ur ekki tekið þátt í sam­fé­lag­inu með eðli­leg­um hætti,“ sagði Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag. Sagðist hún hafa vax­andi áhyggj­ur af stöðu fatlaðs fólks og ör­yrkja í sam­fé­lag­inu í ljósi fjár­veit­inga­stefnu þings­ins.

 

„Þær já­kvæðu frétt­ir eru nú að ber­ast af vinnu­markaði að þar virðast samn­ing­ar vera að tak­ast, sem bet­ur fer, um að lægstu laun muni hækka tals­vert. Ég hef bara mikl­ar áhyggj­ur af því að hér verði al­gjör kjaragliðnun. Það er að ör­yrkj­ar og fatlað fólk verði látið sitja al­gjör­lega eft­ir. Til að svo verði ekki verðum við sem vinn­um á Alþingi að sjá til þess að nægt fé verði tryggt inn í al­manna­trygg­inga­kerfið þannig að hægt sé að hækka bæt­ur al­manna­trygg­inga svo að þeir sem þurfa að reiða sig á þær fjár­hæðir geti lifað mann­sæm­andi lífi,“ sagði hún.

Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók í sama streng og ít­rekaði um­mæli sín frá því á þing­fundi í gær að tryggja yrði kjör líf­eyr­isþega nú þegar út­lit væri fyr­ir að kjara­samn­ing­ar væru að nást