Rafræn skilríki og pinnið á minnið

20. jan. 2015

Nú færist í aukanna að fólk fái sér rafræn skilríki sem er í mörgum tilvikum nauðsynleg til að komast inná ákveðin svæði svo sem www.leidretting.is , www.rsk.is og fleiri heimasíður.  Hægt er að sækja um rafræn skilríki í símann eða sérstakt rafrænt skilríki.

1. fara í símafyrirtækið þitt og biðja um nýtt SIM kort
2. setja SIM kortið í símann, fara til bankans þín eða stöðvar Auðkennis og hafa meðferðis vegabréf, ökuskírteini eða gilt nafnspjald og gott að vera búin að ákveða 4-8 PIN númer sem er notað í rafrænaskilríkinu. Bankinn virkjar þetta svo.
Þið sem sóttuð um leiðréttingu hjá www.leidretting.is getið síðan notað rafræna skilríkið ykkar til að samþykkja leiðréttinguna, frestur er til 1.mars 2015.

Alltaf velkomin í Félag heyrnarlausra ef óskað er eftir aðstoð.