SAMEINING STOFNANNA SEM ANNAST ÞJÓNUSTU VIÐ FATLAÐ FÓLK

Undirtitill

23. maí 2014

Video Í undirbúningi hjá velferðarráðuneytinu að sameina í eina stofnun Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins (HTÍ), Greiningarmiðstöð ríkisins (GRR), Þjónustu- og þekkingarmiðstöð blinda, sjónskerta og daufblina ásamt Tölvumiðstöðina. Fulltrúar Fh Heiðdís Dögg og Hjördís Anna ásamt Ástráði lögfræðingi félagsins fóru á fund með verkefnastjórn sem heldur utan um þessa undirbúningsvinnu. Fh sendi frá sér athugasemdir við þessa sameiningu í byrjun apríl 2014. Athugasemdir voru að í drögunum er hvergi nefnt lög um íslenska táknmálið (ÍTM), farið er í að þessi nýja stofnun gæti þjónustað heyrnarlausra en Fh sá ekki hvernig það ætti að geta þjónustað þá sem reiða sig á ÍTM, heyrnarleysið er byggt á læknisfræðilegri greiningu í drögunum. Í drögum er lagt til að túlkaþjónustan færist undir Velferðarráðuneytið sem félagið er ekki sammála. Markmið Fh er að ÍTM á heima á sama stað og íslenskan, sem er tungumál ekki stoðþjónusta. Málsamfélagið er lítið og viðkvæmt og því mikilvægt að hlúa vel að því, ekki slíta því í sundur í marga eininga.  Fundurinn fór ágætlega en Fh mun halda áfram að fylgjast með þróun málanna.