• Íslensk málnefnd

Samkeppni um gerð að lógói

14. des. 2017 Fréttir og tilkynningar

Samkeppni um gerð að lógói
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar Málnefnd um íslenskt táknmál og hlutverk hennar er að stuðla að eflingu íslensks táknmáls, notkun þess í íslensku þjóðlífi, styrkja stöðu þess og virðingu og beita sér fyrir aðgerðum til varðveislu þess. Málnefnd um íslenskt táknmál er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál. 

Málnefnd um íslenskt táknmál leitar eftir skapandi og listrænu fólki til að útbúa merki sem er lýsandi fyrir hlutverk Málnefndar um íslenskt táknmál. Merkið þarf að vera auðlesið bæði stórt og smátt. Merkið þarf að vera á digital formi og í mismuandi útfærslum s.s. til notkunar sem bréfsefni, borði (banner), mynd o.s.frv. og þarf það að henta mismunandi miðlum.

Frestur til að skila inn tillögum er 15.01 2018. Málnefnd um íslenskt táknmál mun fara yfir innsendar tillögur og tilkynna vinningshafa á Facebooksíðu nefndarinnar.

Sigurvegari samkeppninnar fær að launum 30.000 kr.

Til að taka þátt skal senda tillögu að merki á netfangið malnefnd@mit.is

Málnefnd um íslenskt táknmál áskilur sér rétt til að útfæra vinningstillögu í samvinnu við hönnuðinn og nota að vild til frambúðar án frekari greiðslu. Stjórn áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum tillögum. 

LogoTil viðmiðunar má sjá merki Íslenskrar málstöðvar og Íslenskrar málnefndar. Það er aðeins dæmi um merki en ekki til afmökrkunar á hugmyndum. Merkið á að vera einkennistákn íslensrar málræktar. Hugmyndin að baki merkinu er að tengja málrækt við almenna ræktun og það sem grær. Þess vegan er merkið grænt. Stofninn á Í vísar til fornra róta íslenskunnar. Dökka hliðin á laufblaðinu vísar til hefðbundinna orða en sú ljósgræna til nýyrða.