• Tannlæknir sjúkratryggingar

Samningur um tannlækningar aldraða og öryrkja.

6. sep. 2018

video Við gildistöku samnings um greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hækka frá 27% í 50% í tannlæknakostnaði. Fyrir öryrkja og aldraða verður greiðsluþátttaka þeirra í tannlæknakostnaði 50% samkvæmt samningi.
Í ákveðnum tilviki eins og slys eða sjúkdóma getur hún orðið hærri eða lægri í öðrum tilvikum t.d vegna tannplanta og krónugerðar.
Þeir sem dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnum þurfa hins vegar ekki að greiða, sama gildir um þroskahamlaða einstaklinga 18 ára og eldri með þeim fyrirvara að það þarf að sækja um það sérstaklega áður en greitt er fyrir þjónustuna.
Þessi samningur markar tímamót því ekki hefur verið í gildi samningur um tannlæknaþjónustu fyrir aldraða og öryrkja frá 2004.
Nýji samningurinn byggir á því að hinn sjúkratryggði sé skráður hjá tannlækni sem sér um að boða hann í reglubundið eftirlit. Þetta fyrirkomulag skráningar aldraða og öryrkja hjá ákveðnum tannlækni verður með þeim hætti að þeir sem leitað hafa til hans eftir 1.janúar 2017 verða skráðir hjá honum.
Þeir sem vilja ekki fá sjálfkrafa skráningu og þeir sem vilja breyta skráningu sinni geta óskað eftir að tannlæknir skrái þá í næstu komu eða gengið sjálfir frá skráningu í réttindagátt á heimasíðu sjúkratryggingar Íslands www.sjukra.is