• Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

Starfsmannabreytingar

26. mar. 2018 Fréttir og tilkynningar

Táknmálsviðmót
Nú eru starfsamannabreytingar framundan hjá Félagi heyrnarlausra. Gunnar Snær sem hefur haft umsjón með Döffblaðinu, Fréttir vikunnar, vefmiðlum félagsins ásamt öðrum tilfallandi verkefnum hættir störfum um næstu mánaðarmót og fara á vit ævintýra. Við stjórn Félagsins þökkum honum fyrir gott og gefandi starf, hann hefur komið heimasíðu félagsins ásamt vitundarvakningu upp á hærra plan. Við óskum honum velfarnaðar í nýjum verkefnum. 

Sigríður Vala fer í fæðingarorlof en mun sinna nokkrum verkefnum fyrir félagið. 

Stjórn hefur tekið þá ákvörðun að nýta mannauðinn sem er í félaginu fram á haust og endurmeta stöðuna, Leszek mun fara í fullt starf hjá félaginu og taka að sér heimasíðu, fréttir vikunnar ásamt vefmiðlum félagsins. Heiðdís Dögg mun bæta við sig vinnu og taka að sér hluta af starfi Gunnars og Siggu fram yfir sumarið.