• Merki ÖBÍ

Stefnumótun ÖBÍ

Undirtitill

16. jan. 2015

Gleðilegt nýtt ár! 

Nú er 2015 runnið upp með sínum mörgu möguleikum og tækifærum og nú er lag til að líta yfir farinn veg og að setja sér markmið fyrir framtíðina.

Átt þú þér draum um að geta gengið að áreiðanlegum upplýsingum um aðgengi að þeim stöðum sem þú villt heimsækja eða þarft að fara til vegna erindagjörða?

Ef tilhugsunin hreyfir við þér þá eigum við það sameiginlegt að vilja vinna að bættum upplýsingum.  Þar sem við deilum sameiginlegu áhugamáli langar okkur að bjóða þér að koma á stefnumótunarfund með okkur þar sem við getum í sameiningu unnið að því að finna áhersluatriði og markmið til að bæta  þá upplýsingaveitu um aðgengi sem er til staðar. 

Framtíð þessarar upplýsingaveitu byggist á því að hún sé notuð og að það myndist eftirspurn til þjónustuaðila, fyrirtækja og stofnana um að þessar upplýsingar séu til staðar. 

Til þess að ná því takmarki þarf að kynna upplýsingaveituna svo notendur viti að hún er til staðar og ef notendurnir hafa einhverjar athugasemdir eða óskir þá þurfa þær að berast til þeirra sem þjónusta vefinn og skrá upplýsingarnar.

Til að koma þessu ferli af stað þá ætlar  Nefnd ÖBÍ um algilda hönnun að standa fyrir stefnumótun fyrir www.GottAdgengi.is.  Það mun fara þannig fram að allir sem hafa hag af og eða áhuga á að nýta sér þessar upplýsingaveitur og/eða hafa athugasemdir um vefinn,  eru velkomnir á fundinn og geta tekið þátt í að móta framtíðina í upplýsingamálum um aðgengi.  Við hvetjum alla til að kynna sér vefinn  www.GottAdgengi.is fyrir fundinn og þá sérstaklega „Leitarvélina” og „Kortavefinn”.  Nánari leiðbeiningar um vefinn má finna í meðfylgjandi skjali. Einnig verður stutt kynning á vefnum í upphafi fundarins.

Stefnumótunarfundurinn verður haldinn 22. janúar 2015 kl. 17.00 til 19.00 í sal Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42.  

Fundarformið verður í anda Þjóðfundar og verkefnið verður að svara spurningunni; „Að hvaða verkefnum er mikilvægt að Access Iceland/www.GottAdgengi.is vinni að á næstu misserum til vefurinn/starfsemin/gáttin gagnist ykkur sem best?“. 

Aðilar að hagsmunafélögum Öryrkjabandalags Íslands eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt.  Skráning á mætingu er  til lok dags 18. janúar í gegnum vef ÖBÍ.   Skráning á málþing. 

Með bestu kveðju,

Nefnd ÖBÍ um algilda hönnun og Access Iceland Aðgengismerkjakerfið