Stuttmyndin Black

19. okt. 2016 Fréttir og tilkynningar

Black

Auslan Services, táknmálstúlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa viðskiptavini í Ástralíu, gaf út stuttmynd að nafni Black nýlega og myndin fjallar um daglegt líf táknmálstúlka. 

Ryan og Nicole Gook hlutu verðlaun fyrir ASLIA Victoria túlkaþjónusta ársins (Interpreter Agency). Þau eru virðulegir og reynsluríkir táknmálstúlkar í Ástralíu og þau koma bæði frá heyrnarlausum og heyrandi fjölskyldum sem gefur þeim mikla reynslu af báðum menningum og samfélögum. Þau léku saman í myndinni.

Við hvetjum ykkur að sjá þessa fallegu stuttmynd.