• Íþróttir

Sumar og leikjanámskeið fyrir döff og coda börn á aldrinum 6-15 ára:

11. maí 2018 Fréttir og tilkynningar

video Skemmtilegt sumarnámskeið fyrir táknmálstalandi börn á aldrinum 6-15 ára dagana 11.-15.júni kl.9-13. Sindri Jóhannesson mun stýra sumarnámskeiðinu, margt verður brallað og skemmtilegt gert t.d útivera, sund, leikir í íþróttahúsi, þrautir og fleira. Börnin mæta alla daga í Félag heyrnarlausra í Þverholti 14 kl.9 og fara svo á vit ævintýra með nesti, hlý föt og deginum lýkur kl.13.

Nánari dagskrá kemur síðar.

Hefur þitt barn áhuga?   skráðu barnið á deaf@deaf.is og tilgreindu nafn og aldur barnsins.

Verð 4.000 kr fyrir barnið. Fyrir systkini  3.000 kr. og 2.000 fyrir þriðja systkinið.