• Vågsøy gagnfræðaskóli

Táknmál frekar en þýsku

7. des. 2016

Vågsøy gagnfræðaskólinn í Sogn og Fjordane er eini gagnfræðaskólinn í Noregi sem býður nemendum upp á táknmálsnámskeið í vali sem erlent tungumál í staðinn fyrir þýsku. Ein af ástæðunum til þess að skólinn býður upp á fagið var að ráða kennara sem er einnig menntaður táknmálstúlkur. 

“Ég á systurbarn sem er döff og ég get átt spjall við hann. En það verður svolítið erfitt fyrir okkur bæði, en sannarlega mun ég geta átt alvöru samskipti við hann,” segir Sara Cox Kvalheim nemandi í Vågsøy skólanum.

Norskt táknmál hefur verið opinbert táknmál síðan 2008 en samkvæmt Landsamtökum heyrnarlausra í Noregi er skólinn sá eini sem býður upp á fagið í erlendu máli.

“Við höfðum sérþekkingu hér og okkur þótti það vera svalt að fá eitthvað annað en bara venjulega málaáfanga. Við vorum heppin og fengum marga áhugasama nemendur í áfangann og það lítur út fyrir að nemendur líki það vel,” segir Kathryn Kvalheim Osnes táknmálskennari. 

Nemendum finnst það svo spennandi því þeir fá áskorun við sig sjálfa á öðru svæði með því að nota handatjáningar í formi táknmáls frekar en í hefðbundnum málaáföngum með talmáli. Um 25% eða 1/4 nemenda í skólanum hefur valið táknmál fram yfir þýsku í tungumálavali.

Kari Larsen námsráðgjafi í skólanum nefnir fram að fleiri skólar hafi óskað eftir að bæta táknmáli sem valfag og táknmál í leiklist en vandamálið er að finna hæfa kennara. Ákveðið hefur verið að Nattland gagnfræðaskóli í Bergen muni bjóða táknmálsnám sem valfag í tungumáli því þar fá nemendur betra innsýn í hverju felst að vera með heyrnarskerðingu út í heyranda heimi.

Fréttin tekin af NRK