Þverholt 14

Undirtitill

30. okt. 2013

Félag heyrnarlausra fagnaði Degi Döff helgina 27.-29.september. Döff víða um heim fagna alþjóða baráttu degi í lok september og skipuleggja ýmsa viðburði tengt því í síðustu viku eða helgi í septembermánuði. Félag heyrnarlausra vígði félagsheimili og skrifstofuhúsnæði að Þverholti föstudaginn 27. september. Margir góðir gestir voru viðstaddir, Döff börn klipptu á túrkísbláan borða til marks um nýtt upphaf félagsins. Á laugardegi var dagskráin Gaman Saman fyrir yngri kynslóðina og fjölskyldur þeirra, Jan og Petra buðu börnum að kynnast heim brúðuleikhúsins og meðan foreldrar áttu stund í kaffistofunni. Um kvöldið var síðan málsverður og bjórkvöld og fréttir herma að margir skemmtu sér vel fram á bjarta nótt.