Tilkynning frá kjörnefnd

19. maí 2016 Fréttir og tilkynningar

Tilkynning frá kjörnefnd

Kjörnefnd tilkynnir félagsmönnum að tveir hafa boðið sig fram til varaformanns eða meðstjórnar í Félagi heyrnarlausra á aðalfundi félagsins þann 26. Maí næstkomandi. Frambjóðendurnir eru Hjördís Anna Haraldsdóttir og Ásdís Jenna Ástráðsdóttir. Enginn hefur boðið sig fram til varamanns og kjörnefndin óskar eftir félagsmönnum sem hafa áhuga á setu sem varamaður að senda tölvupóst á Daða dadi@deaf.is eða Trausta traustijoh@gmail.com . Annars verður það leyst út á aðalfundinum.