Tilkynning vegna sölumanna happdrættis Félags heyrnarlausra

31. okt. 2019

Sölumenn á vegum Félags heyrnarlausra vinna eftir siðareglum sem við hjá félaginu fylgjum eftir samkvæmt ströngustu reglum. Á það við hvernig við nálgumst heimili fólks með bjölluhringingum og banki sem og tímasetningu heimsókna en sölufólk okkar hefur ítarlegar leiðbeiningar þess efnis að koma kurteisislega fram og að “liggja” ekki á hurðum né gluggum fólks til að ná til þeirra, enda höfum við átt í 40 ára farsælu samstarfi við íbúa landsins í heimsóknum okkar til fólks. Til okkar hafa ritað og hringt nokkrir íbúar höfuðborgarsvæðisins þar sem kvartað er yfir háværu banki og ítrekað sé barið á dyr og glugga. Við viljum benda á að þetta er ekki sölufólk á vegum Félags heyrnarlausra þó um heyrnarlausa einstaklinga sé að ræða, heldur á vegum annarra samtaka. Þó viljum við hvetja fólk til þess, sjái það sannanlega að um sölufólk á vegum Félags heyrnarlausra sé að ræða að hafa samband við okkur við fyrsta tækifæri í síma 561-3560 eða

 

dadi@deaf.is