FÉLAGSLEGI SJÓÐURINN

Undirtitill

8. okt. 2014

Video

Kæru félagsmenn

Ég verð því miður að koma þeim boðum til ykkar að félagslegi sjóðurinn eða Þorgerðarsjóðurinn sem úthlutar kostnað vegna túlkunnar í daglegu lífi er uppurinn. Félag heyrnarlausra hefur bókað viðtalstíma með mennta- og menningarmálaráðherra þar sem við munum fókusera á að ekki hafa verið gerðar skýrar reglur um þennan sjóð. Að beiðni ráðherra fyrir einu ári síðan sendi félagið tillögur sínar um reglur og skipulagningu varðandi sjóðinn frá sér 10.október. Ég hvet ykkur að halda áfram að panta túlk, ef þið fáið synjum að koma þeim til okkar og við skoðum saman hvort hægt verði að kæra. Stöndum saman og berjumst saman.

 

Baráttukveðjur,
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir
formaður Félags heyrnarlausra