UMSÓKN ÚR MENNTUNARSJÓÐI

Undirtitill

18. ágú. 2014

 

Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra

 

Umsóknir um styrki:

 

Stjórn Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

 

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að menntun heyrnarlausra, daufblindra og heyrnarskertra, formlegrar og óformlegrar sem og starfsþjálfunar.

 

Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðnum er að viðkomandi sé fullgildur félagsmaður í Félagi heyrnarlausra.

 

Upplýsingar um sjóðinn ásamt umsóknareyðublöðum fást á heimasíðu félagsins:  Menntunarsjóður

 

Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur og væntanlegt nám, ber að senda til stjórnar Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra, Þverholti 14, 105 Reykjavík.

 

Umsóknarfrestur er til 30. september 2014