ÚTHLUTUNARSJÓÐUR ÚTHLUTUN

Úthlutunarsjóður auglýsir umsóknir

2. mar. 2015

 

Félag heyrnarlausra auglýsir eftir umsóknum í úthlutunarsjóð félagsins.

 

Sjóðurinn er ætlaður félagsmönnum og er markmið sjóðsins að efla þekkingu er tengist hagsmunum döff og táknmáli.

 

Má þar nefna þátttöku döff menningarviðburða, skipulagðra íþróttaviðburða, fyrirlestra, ráðstefnur, og öðru er eflir menningu og samskipti heyrnarlausra barna, unglinga, æskulýðsmót og mót aldraða og kann að nýtast einstaklingum eða félaginu í starfi.

 

Eins úthlutar sjóðurinn sumarhúsastyrkjum.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2015

 

Um reglur sjóðsins og umsóknareyðublöð má finna á  heimasíðu félagsins