Viðburðarstjóri

Undirtitill

2. feb. 2015

 

Video

Stjórn Félags heyrnarlausra óskar eftir að ráða viðburðarstjóra til að halda utan um félagsmál og dagskrá í FH.

 

Tillaga stjórnarinnar er að lengja opnunartíma föstudaga til að gefa fleirum kost á að mæta í félagið.

 

Viðburðarstjóri á að koma með tillögur að viðburðum, dagskrá, fyrirlestrum og eiga í góðu sambandi við deildir félagsins varðandi ýmis félagsmál. Við óskum eftir hugmyndaríkri, jákvæðri og glaðlyndri manneskju í verkefnið en vinnutíminn er í upphafi aðallega á á föstudögum og svo tilfallandi eftir verkefnum og viðburðum.

 

Staðan er metin í upphafi sem 18-20% stöðugildi eða 7-8 tímar á viku.

 

Áhugasamir leggi inn umsókn eða fyrirspurn til  dadi@deaf.is fyrir föstudaginn 13. febrúar.