Viltu gerast sjálfboðaliði?

Undirtitill

19. mar. 2015

 

Vikuna 12. – 18. Júlí verða sumarbúðir fyrir ungt fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu frá Norðurlöndunum. Sumarbúðirnar verða í Fredericia og hafa þær systur Áslaug Ýr og Snædís Rán Hjartardætur ákveðið að fara enda var fyrra skiptið sem þær fóru algjör draumur. Þær þurfa að taka með sér aðstoðarfólk og táknmálstúlka, en hafa ekki fengið hið síðarnefnda.

 

Þær eru harðákveðnar í að fara og því hafa þær gripið til þess ráðs að leita að sjálfboðaliðum. Nú óska þær eftir hressu og duglegu fólki sem er tilbúið að koma með þeim til Danmerkur. Sjálfboðaliðarnir þurfa ekki að vera heyrandi, en þurfa að geta talað og skilið skandinavískt eða alþjóðlegt táknmál. Það verða táknmálstúlkar frá hinum Norðurlöndunum á staðnum og því er millitúlkun möguleg.

 

Systurnar munu að sjálfsögðu greiða flug og gistingu eftir því sem fjármunir leyfa. Áhugasamir hafi samband við Áslaugu í gegnum netfangið  aslaugyrhjartar@gmail.com eða á Facebook.