• Fyrirlestur

Fjórða málstofa

  • 29.5.2017, 14:30 - 15:30, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Fjórða málstofan verður þann 29. maí 2017 kl. 14:30-15:30 á SHH, Grensásvegi 9, Reykjavík. 

Viðfangsefni: Börn eru félagsverur frá fæðingu
Fyrirlesari: Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og sérfræðingur í hópmeðferð og  fjölskyldumeðferð fyrir fjölskyldur ungbarna.  

Strax við fæðingu barns er það tilbúið að mynda samband við umönnunaraðila. Óyrt tjáning er um 70% af samskiptum fólks og ungbörn eru mjög næm óyrta tjáningu og  tilfinningar. Þau leita eftir andliti og augnsambandi um leið og þau fæðast og þar sem heilinn er á mjög viðkvæmu mótunarskeiði frá getnaði og fyrstu ár barnsin er á þessum tíma lagður grunnur að framtíð og velferð barnsins. Ungbörn þurfa næma svörun og gagnkvæmni í samskiptum til að öðlast góða sjálfsmynd og færni í samskiptum síðar á ævinni. 

Sé rittúlkunar óskað þarf að panta hana með því að senda póst á netfangið tulkur@shh.is fyrir 24. maí n.k.

Málstofan er öllum opin.