• Fyrirlestur

Merking, formgerð og málhafar í táknmálum

  • 9.3.2018, 13:00 - 14:30, Háskóli Íslands

Málstofan fjallar um táknmál frá ýmsum sjónarhornum. Rætt verður um frumlög og andlög í táknmálum almennt og færð rök fyrir því að táknmál hafi hvorttveggja þótt ekki sé hægt að beita nákvæmlega sömu setningafræðiprófum á táknmál og raddmál. Þá verður farið yfir í merkingarfræði og rætt um rannsókn á litaorðum. Af einhverjum ástæðum virðast mismunandi mál hafa ólíkan litaorðaforða en niðurstöður úr rannsókn á íslenska táknmálinu geta leitt í ljós hvort menningin hefur áhrif á þennan orðaforða. Að lokum verður farið inn á svið félagsmálfræði og leitað að hinum eina sanna málhafa. Málsamfélag íslenska táknmálsins er lítið og um margt sérstakt vegna þess að innflytjendum sem hafa erlent táknmál að móðurmáli hefur fjölgað og sárafá börn sem fæðast heyrnarlaus eiga foreldra sem hafa táknmál að móðurmáli. Þetta flækir vinnu rannsakenda sem þurfa að nýta sér dóma og þekkingu málhafa í málfræðirannsóknum.

Föstudagur 9. mars - Stofu 205 í Lögbergi á Háskóla Íslands - Kl. 13.00 - 14.30.

Málstofustjóri:
Rannveig Sverrisdóttir

Til að óska eftir táknmálstúlkun á málstofuna sendið póst til Rannveigar Sverrisdóttur,
rannsve@hi.is, fyrir fimmtudaginn 8. mars.

Nánari upplýsingar má finna hér