• Mót

Norrænt barnamót í Noregi 7.-12.júlí

  • 7.7.2019 - 12.7.2019

video Norrænt barnamót fyrir döff börn á aldrinum 7.-12.ára dagana 7.-12.júlí á lýðháskólasvæðinu í Ål í Noregi, www.al.fhs.no, þemað er náttúran og hvað hún gerir fyrir okkur. Félag heyrnarlausra tryggir einn leiðbeinanda fyrir 5 börn sem taka þátt frá Íslandi. Farið verður saman með rútu frá Osló 7.júlí kl.11 eða frá Gardemoen kl.12.  Ef flugtími er óhentugur er börnum velkomið að koma 6.júlí í samráði við skipuleggjendur. Brottför frá Ål er 12.júlí kl.11 og áætlaður komutími á flugvöllinn Gardermoen um kl.15. 

Hefur barnið þitt áhuga?  Hafðu samband við okkur heiddis@deaf.is, skrá þarf fyrir 1.maí 2019.  Verðmæt reynsla og upplifun fyrir börn að taka þátt á barnamóti, tækifæri tilað hitta jafningja sína í leik og starfi. 

Verð: 3.000 Nkr fyrir gistingu, mat og ferð til og frá Osló og Ål.