Brynja – Hússjóður Öryrkjabandalagsins

Hússjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja. Fjármögnun sjóðsins fer fram með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

  • Að vera 75% öryrkjar. 
  • Að vera á aldrinum 18 til 67 ára.
  • Að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.

Til að sækja um leiguíbúð hjá Brynju er hægt að fara á skrifstofuna í Hátúni 10 eða senda tölvupóst til starfsmanns, unnur@brynjahus.is , og bóka viðtalstíma. 

Opnunartími skrifstofu er mánudaga til föstudaga frá kl 9:00 til 15:00. 

Sumaropnun er frá 1. júní til 31. ágúst: mánudaga til fimmtudaga frá kl 9:00 til 15:00 og föstudaga eingöngu frá kl 9:00 til 13:00. 

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á brynjahus.is.