Fullkomin leið til að eiga samskipti við barnið sitt

Það er bæði skemmtilegt og mikilvægt að þróa samband og hafa samskipti við börnin. Vísindamenn hafa uppgötvað kosti þess að læra táknmál sem barn. Barnið getur táknað bókstafi löngu áður en það hefur lært að tala og það þýðir að barnið getur bæði öðlast skilning og fengið meiri orðaforða fyrr en ella. 

Pexels-photo-30269Áður en raddmálið kemur er leiðin til samskipta við barnið í gegnum barnatákn. Með því ná börnin meiri tengingu við umhverfið og meiri möguleiki er á því að barnið geti átt samskipti og sagt frá en ef bara er einblínt á raddmálið. Börn eiga léttara með að stafa orð með höndunum en að mynda þau með talfærum. Táknin eru rökréttari og auðveldari í framkvæmd.

Barnatákn eru byggð á íslensku táknmáli. Í upphafi eru börnunum sýnd tákn yfir algenga hluti í daglegu lífi barnsins eða skemmtilegar athafnir. Með því að gera þetta frá upphafi geyma börnin þessi tákn í huganum og fara svo að mynda heilar setningar. Á fyrstu tveim árum í lífi barnsins fær barnið mun meiri táknforða en orðaforða til að gera sig skiljanleg.

Barnatákn eru bæði fyrir foreldra og börn, óháð heyrnarskerðingu. Mikill ávinningur ef af notkun barnatákna. Helst má nefna:

  • Barnið fær tækifæri til að tjá vilja sinn og óskir áður en það getur talað. Það getur skilið og gert sig skiljanlegt fyrr en ella.
  • Gremja barns verður stundum minni. Þegar barnið vill tjá vonbrigði eða væntingar en hefur ekki til þess verkfæri geta komið upp hindranir í samskiptum. Það er erfitt fyrir foreldri þegar það ekki skilur hvað barnið vill. Ef barnið hefur yfir að ráða táknum til tjáningar verða hindranir og gremja minni.
  • Tengslamyndun milli þín og barnsins, aukin samskipti dýpka sambandið.
  • Málþroski styrkist. Sumir hafa áhyggjur af því að táknmál tefji málþroskann en reynslan hefur sýnt hið gagnstæða, þ.e. að málþroskinn gengur betur.