Ársskýrslur 2018

Hér getur þú nálgast ársskýrslur stjórnar, starfsfólks og deildar frá árinu 2016 til 2017 ásamt ársreikninginum.

Ársskýrsla stjórnar

 Ársskýrsla stjórnar

Börn:

  • Snemmtæk íhlutun

Félagið skipulagði málstofu um hvers vegna snemmtæk íhlutun er mikilvæg. Gestir málstofunnar komu víða frá ásamt Ásmundi Daða Einarssyni jafnréttis- og félagsmálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Gestir voru fulltrúar fyrir ríki og sveitarfélög sem starfa við þjónustu fyrir börn 0-5 ára.  Málstofan vakti mikla lukku, gestir voru leystir út með korti þar sem dregið er saman áhersluatriði snemmtækrar íhlutunnar. 

  • Talkennsla

Félagið hefur staðið lengi í baráttu að talkennslu fyrir döff börn sem eru ekki með KÍ. Bréf farið frá félaginu til forsætisráðherra að öðru sinni þar sem óskað er eftir afstöðu hans hvaða ráðneyti á að sjá um talþjálfun döff barna. Búið að fá jákvæð svör að einn talkennari sé tilbúinn að taka þetta verkefni að sér ásamt tveimur bakhjörlum þar sem þetta er stórt og margra ára verkefni samkvæmt þeim. 

Samstarfsverkefni, nefndarstörf og önnur verkefni:

  • Málnefnd

Formaður málnefndar Bryndís Guðmundsdóttir hefur ásamt nefndarmönnum á liðnu tímabili átt fundi með fulltrúum opinberar stofnanna þar íslenskt táknmál er hluti af þeirra starfi eða þjónustu. Fulltrúar kynna fyrir málnefndinni störf þeirra starfsvettvangs í tengslum við ÍTM t.d skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Sólborg og fleiri. 

  • ÖBÍ

Fulltrúar Fh hafa setið aðalfund ÖBÍ, Stefnuþing ÖBÍ og formannsfundi ÖBÍ. Félagið fagnar því að hægt er að sjá víðar í stefnu ÖBÍ um viðurkenningu á táknmálstúlkun, textun og fleira. 

  • Snorraverkefni

Félagið tók þátt í verkefni með Icelandic Roots og Samskiptamiðstöð að kynna verkefni Snorri Deaf. Verkefnið snýst um að auka á tengsl milli Ísland og Ameríku. Búið er að hafa námskeið í notkun á ættfræðivef til að finna ættingja. 

  • HERA og MARK

Tvö verkefni unnin í samvinnu við HÍ. HERA þar sem verður skoðað þróun á sögu döff og samfélagi á Íslandi. MARK er verið að skoða upplifun erlendrar fjölskyldur döff barna á Íslandi.

  • Listahátíð Reykjavíkur 2018

Upphaflega skoðað að fá samvinnu við þau að fá leikritið Grátandi Hendur frá Teater Manu og er enn í vinnslu þegar bættist við að nýta tækifæri á Listahátíðinni sumarið 2018 að vekja athygli á íslenska táknmálið. 

  • DAC2019

Undirbúningur fyrir Deaf Academic Conference 2019 er í fullu undirbúningi, Sigríður Vala Jóhannsdóttir mun leiða undirbúning og 

skipulag við ráðstefnuna í samvinnu við Academic Committe.

  • Bæklingur Fh

Stjórn vinnur nú að bæklingi um íslenska táknmálið og Félag heyrnarlausra sem hægt verður að gefa þegar farið verður á fundi víðs vegar. 

Réttinda- og baráttumál Fh:

  • Umsagnir vegna þingsályktunnar og frumvarps til laga.

Umsögn vegna frumvarps til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði

Félagið sendi umsögn vegna frumvarps til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Umsögn vegna þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021. Fulltrúar Fh fóru á fund í byrjun árs hjá Velferðarráðuneytinu með starfshópi sem vinnur að framkvæmdaáætluninni. 

  • Bréf, greinargerð og verkefnalýsing vegna túlkunnar í atvinnulífi. 

Var unnin í samvinnu við SHH, sent til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, félags- og jafnréttisálaráðherra ásamt mennta- og menningarmálaráðherra. Unnið að því í að þrýsta á stjórnvöld að veita fjármagn í túlkun í atvinnulífi, þróunarverkefni til að greina betur þörfina. Fundur með fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytisins og á áætlun að fá fund með Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra. 

  • Ný ríkisstjórn og sáttmálinn

Haustið 2017 myndaðist ný ríkisstjórn og hafa flokkar þeirra frá vinstri til hægri sett saman sáttmála. Í honum má finna sjö megin áherslur og í áherslunni jöfn tækifæri má sjá að ríkisstjórnin vill skýra í lögum réttinn til táknmálstúlkunar í daglegu lífi og mun stjórnin nýta sér þetta til að sækja rétt þeirra sem reiða sig á ÍTM í daglegu lífi að fá táknmálstúlkun í daglegu lífi. 

  • Samningur SÞ um réttindi fólks með fötlun. 

Fulltrúar Fh fóru á fræðslukvöld hjá Gerard Quinn sem er einn hvatamaður að baki SRFF. Hann kom með góðar ábendingar fyrir hagsmunasamtökin í tenglsum við undirbúning á skuggaskýrslunni. 

Fulltrúar Fh hafa setið aðalfund ÖBÍ, Stefnuþing ÖBÍ og formannsfundi ÖBÍ. Félagið fagnar því að hægt er að sjá víðar í stefnu ÖBÍ um viðurkenningu á táknmálstúlkun, textun og fleira. 

  • Lögfræðingur

Ástráður Haraldsson lögfræðingur félagsins hefur hætt störfum fyrir félagið, félagið heldur áfram samstarfi við Mandat stofuna og eru þrjú mál í vinnslu hjá þeim og stjórnin mun vega og meta aðstæður hverju sinni.

Annað:

  • DNR, EUD og WFD.

Fulltrúar Fh fóru á DNR, EUD og WFD fund. Hægt að sjá gögn inná heimasíðu Fh, video eða skýrslu. Fulltrúar fluttu erindi á málstofu SHH um fundarefni á WFD. 

  • Erlendir gestir

Félagið fékk til sín nokkra góða gesti. Ms.Leah Katz-Hernandez flutti erindi um starfsreynslu sína sem mótttökustjóri við Hvíta Húsið. Andrey Dragunov kom frá Rússlandi og hélt erindi um reynslu sína með dansandi hendur. Calvin Young frá Seek The World kom og flutti fyrirlestur um ferðaævintýri sín og vinnu á bakvið Seek the World. 

  • Viðburðir

Tveir fastir viðburðir voru á liðnu tímabili, Dagur döff þar sem hægt var að njóta leiðsagnar á táknmáli á Kjarvalsstöðum, horft á stuttmyndina Kára og fleira. Dagur ÍTM hjá félaginu var skipulagt með málstofu um snemmtæka íhlutun, Ms. Leah Katz-Hernandez var með fyrirlestur og þáði boð Forseta Íslands ásamt sendiráðinu. Árshátíð var svo í Bjórgarðinum Ægi


Ársskýrsla starfsfólks

Ársskýrsla starfsfólks
 

Starfsfólk og hlutverk:

Ég vil byrja takk starfsfólki og samstarfi við stjórn. DÚ hvað jú samstarfið er góður. Hvað: Gegnsæi, auðmýkt, sveigjanleiki og mórallinn góður. 

Bidd gott traust á milli samstarfsfólksins og stjórnarinnar áhrif meiri ánægju í vinnu og þar með betri árangri í verki.

Við byrjuðum að halda stutta „stand up“ fundi á föstudögum þar sem við förum yfir liðna viku og verkefni næstu viku og hafa þeir fundir gefist vel og skýrt stefnu, verkefni og markmið hvers starfsmanns fyrir sig. 

Munum við halda áfram þessum fundum þar sem almenn ánægja er með þá og gefur okkur innsýn inn í hlutverk hvers og eins á hverjum tíma fyrir sig. 

Einnig höldum við tvo stóra vinnufundi þar sem við ræðum stefnu og hlutverk félagsins og vinnum eftir í samvinnu við stjórn Félags heyrnarlausra. 

Undanfarið Starfsmenn vinna hjá Félagi heyrnarlausra HÓPUR og 2 nýjar starf bætta við samskiptafulltrúa og liðveislu. 

Starfsmannahópur búið breyta 2 starfsmenn,  

BENDA Gunnar Snær séð um Döffblaðið og samfélagsmiðla okkar Hætta og fara ævintýraferð um heiminn. BENDA Sigríður Vala farin í fæðingaorlof. Við óska þeim báðum velfarna í framtíðina  

framkvæmdastjóri og stjórn ákveða dimm 2 starf gera hvað? Jú nota mannauður hér í Félag heyrnarlausra, BENDA Leszek og Heiðdís hækka vinnuhlutfall og yfirtaka verkefnið. Næst í haust endurskoða og meta DIMM breytingar. 

Mikilvægt er að vera áfram vera vakandi og hlustum við fyrst og fremst á óskir félagsmanna í Félags heyrnarlausra um hvað félag heyrnarlausra á gera og hvað hlutverk bidd hvað.

Rekstur:

Reksturinn er í góðu jafnvægi og hefur happdrættissala náð fyrri styrk með stöðugu sölufólki. 

Mikilvægt er að halda mjög vel utan um rekstur happdrættisins sem er mjög viðkvæmur rekstur og þarf lítið til að þessi rekstrareining verði fyrir skaða. 

Skoða þarf söluátök annarra félagasamtaka upp á okkar sölutíma því mikið áreiti er orðið vegna styrktarumsókna og söluátaka hjá ört fjölgandi samtökum ýmissa hagsmunasamtaka. Samningar við ríki og Reykjavíkurborg hafa náðst að haldast óbreyttir þó svo við höfum sótt um mun meiri velferðar- og geðheilsusamstarf við ríki og borg. 

Þá gekk auglýsingaöflun í Döffblaðið og styrktarumsóknir í sértengd verkefni ágætlega þannig að rekstur ársins 2017-2018 er í góðu jafnvægi og er ég sáttur við rekstrarárið.

Þjónustan sem við veitum 3: í gegnum atvinnutengd verkefni, liðveislu fyrir félagsmenn, efling á samskiptum og þátttöku yngri döff í gegnum samskiptafulltrúa er mjög víðtæk og aðsniðin hverjum og einum félagsmanni. 

Eins og alltaf er í margbreytilegu umhverfi eins og okkar döff umhverfi er þjónustuþörf hvers og eins mjög misjöfn. 

Til viðbótar þá er Félag heyrnarlausra, í gegnum formann félagsins og starfsfólk sem  stendur vaktina í hagsmuna, réttinda- og velferðarmálum að vinna í að skoða, rannsaka og efla andlega líðan og velferðarþjónustu döff. 

Samfélag döff eldist mjög hratt og reynir félagið að aðlaga starfsemi sína að þörfum döff samfélagsins hverju sinni. Er nauðsynlegt að vera vel vakandi yfir þeirri þörf sem samfélagið okkar þarfnast og hvers skuli gætt í hagsmunum döff. 

Hef ég sagt það áður og segi aftur að það vantar meiri áhuga og virkni félagsmanna til að hvetja bæði stjórn og starfsfólk og ekki síst taka þátt í því starfi sem Félag heyrnarlausra vinnur að í nútíma samfélagi sem breytist hratt. Betur sjá augu en auga þar.

Viðmót:

Samfélagsmiðlar félagsins eins og heimasíðan, fésbókin og fleiri miðlar hafa verið vel nýttir og með fullkomnu studio aðstöðu sem og góðri þekkingu döff starfsfólks þá standa dyr heimsins opnar fyrir okkur að útbúa allt það efni á táknmálsviðmóti sem þarf og hugurinn girnist í að gera. 

Ég sé fyrir mér að félagið opni aðgengi að studioinu fyrir hugmyndaríka félagsmenn sem vilja búa til menningarefni af ýmsum toga til hagsbóta og ánægju fyrir félagsmenn.

Samstarf við félagsmenn:

Það er hagur okkar allra að döff félagið sé opið og gegnsætt í sinni starfsemi. 

Sú þjónusta sem félagið veitir er mjög víðfemt og er það markmið og stefna stjórnar og starfsfólks að 

Félag heyrnarlausra verði áfram meðal best reknu hagsmunafélaga innan ÖBÍ, hér eftir sem hingað til og þá bæði í hagsmunavörslu og virkni. 

En við erum ekki södd, heldur sveigjanleg fyrir breytingum í starfseminni og tökum að sjálfsögðu við þeirri gagnrýni, hvort sem hún er á jákvæðum eða síður jákvæðum nótum, til að bæta okkur sjálf og starfsemi Félags heyrnarlausra.

Með kærri kveðju og áfram döff!
Starfsfólk Félags heyrnarlausra

Ársreikningur félagsins 2017

Hér getur þú nálgast ársreikning félagsins