Ársskýrslur 2020

Hér getur þú nálgast ársskýrslur stjórnar, starfsfólks og deildar frá árinu 2019 til 2020 ásamt ársreikninginum.

Video

Ársskýrsla stjórnar

· WFD París 2019, fulltrúi Íslands inn í stjórn WFD 2019-2023.

Fulltrúar frá Íslandi tóku þátt á aðalfundi WFD, þar var meðal annars kosið í stjórn WFD fyrir tímabilið 2019-2023. Stjórn félagsins samþykkti að tilnefna Hjördísi Önnu Haraldsdóttur sem kandídat í stjórn WFD, var hún kosin inn í stjórn WFD.

· DNR fundur, haust og vor.

Fundur DNR haustið 2019 var í Malmö í Svíþjóð. Hefðbundin fundarstörf ásamt farið yfir mögulegan fund með norðurlandaráði á árinu 2020. Fundur DNR vorið 2020 var í fyrra fallinu í Helsinki í Finnlandi. Hefðubundin fundarstörf ásamt rætt um fjárhagsstöðu félagssamtakanna á Norðurlöndum og um fyrirhugað málþing í samstarfi með noðurlandaráðinu sem á að vera haustið 2020 í Kaupmannahöfn í Danmörku.

· Sign Language does Matter, Osló júni 2019.

Fulltrúi Íslands tók þátt á málþinginu ,,Sign Language does Matter“ sem var í Osló júni 2019. Fulltrúin setti inn færslur eftir hvern fyrirlestur fyrir þá áhugasömu

· Sign Language does Matter, Osló júni 2019.

Fulltrúi Íslands tók þátt á málþinginu ,,Sign Language does Matter“ sem var í Osló júni 2019. Fulltrúin setti inn færslur eftir hvern fyrirlestur fyrir þá áhugasömu.

· Málnefnd um ÍTM

Félagið átti fulltrúa í málnefnd um ÍTM, þeirri tíma lauk í lok apríl 2020 og beðið er eftir nýrri skipun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.Sjá má skýrslu málnefndar um starfstímabilið inná heimasíðu málnefndar um íslensku.

· Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur verið skipuð og vinnur að málstefnu um ÍTM. Félagið á tvo fulltrúa í starfshópnum og stefnan er að ljúka fyrstu drögum árslok 2020.

· Umsagnir og ábendingar

· Tillaga Flokk fólksins um táknmálstúlkaða borgarstjórnarfundi.

Tillaga Flokk fólksins um að láta táknmálstúlka borgarstjórnarfundi og ábending frá aðgengishóp Rvk.borgar um hvort fjármunum væri betur varið að láta texta fundina frekar og ósk um ábendingu frá félaginu. Félagið fagnaði tillögu Flokk fólksins vegna aðgengis og með lög um íslenska tungu og íslenska táknmálsins í hugaog tók fram að það væri ekki í höndum félagins að forgangsraða aðgengismálum og það væri ekki hægt að stilla félaginu upp við vegg til að svara hvort fjármunum væri betur varið að texta frekar en túlka.

· Umsögn vegna drögs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

Drög að stjórnskipunarlögum, félagið sendi umsögn með ábendingum um að hafa íslenska táknmálið í greinargerð stjórnskipunarlaga. Hægt er að sjá umsögnina á heimasíðu samráðsgátts stjórnvalda.

· Umsögn vegna drögs að frumvarpi til fjarskiptalaga.

Drög að fjarskiptalögum, félagið hefur lengi barist við að fá reglum um fjarskiptaþjónustu breytt til að geta tryggt myndsímatúlkaþjónustu. Þrátt fyrir fundi og greinargerðir um hvað þyrfti að gera til að fá þessu breytt má sjá að í drögum að fjarskiptalögum hefur ekkert tillit verið tekið til ábendinga félagsins. Félagið sendi umsögn í samstarfi við lögfræðing félagsins og mun fylgja þessu fast eftir og samkvæmt upplýsingum samgönguráðuneytisins eru þau ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu að gera minnisblað með tillögum fyrir þeirra ráðuneyti ásamt barna og félagsmálaráðuneytið hvað gera þarf til að tryggja myndsímatúlkaþjónustu. Sjá nánar um fjarskiptaþjónustu hér að neðan.

· Umsögn vegna tillögu um reglna vegna innritun og útskriftir nemenda á táknmálssviði Hlíðaskóla.

Félagið sendi frá sér umsögn vegna reglna um innritun og útskrift nemenda á táknmálssviði í Hlíðaskóla. Minnisblað frá skóla- og frístundassviðs Rvk.borgar lá fyrir þar sem tillaga er að setja saman reglur um innritun og útskrift nemenda á táknmálssviði og óskað var eftir umsögn eða ábendingum frá félaginu. Tíminn var knappur svo formaðurinn tók þá ákvörðun að senda umsögn þar sem þakkað var fyrir að leita til félagsins og að félagið hvatti skóla- og frístundasvið ásamt menna- og menningarmálaráðuneytinu að bíða með reglurnar þar til málstefna um íslenska táknmálið væri tilbúin.

· Hagsmuna- og réttindabaráttumál

Unnið að því að fylgja eftir umsókn félagsins vegna myndsímatúlkunnar úr jöfnunarsjóði alþjónustu til PFS árið 2016. Umsókninni var hafnað á þeim grundvelli að ekki væri skýrlega kveðið á um það í reglugerð nr. 1356/2007, um alþjónustu á sviði fjarskipta, að myndsímatúlkun félli undir reglur um alþjónustu. Niðurstaða PFS var að gera þyrfti reglugerðarbreytingu svo myndsímatúlkunin yrði falin unir alþjónustu. Fyrrgreind ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Félagið leitaði til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hann kannaði mögulegar laga- og reglugerðarbreytingar til að myndsímatúlkaþjónusta yrði felld undir alþjónustu. Þeirra svar var að það væri lögbundið hlutverk SHH að sjá um þetta. SHH óskaði eftir áliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þeirra mat var að þessi þjónusta félli utan lögbundins hlutverks SHH. Þrátt fyrir þetta liggur fyrir staðest að PFS telur sér ekki fær að sinna þessari þjónstu því það vantar í reglugerð. Því hefur félagið fundað með starfsmönnum samgönguráðuneytisins og SHH til að reyna að þrýsta á um breytingar á lagaumhverfinu svo unnt sé að fella myndsímatúlkaþjónustu undir alþjónustu á sviði fjarskipta. Nú er málið statt svo að stöddu að starfsmenn samgönguráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins ætla að gera minnisblað um hvaða úrbætur þarf að gera til að hægt verði að tryggja myndsímaþjónustu fyrir þau ásamt barna- og félagsmálaráðuneytið. Að mati félagisns eru þessi réttindi ekki tryggð í núgildandi löggjöf og reglugerðum um fjarskipti og hefur fengið það staðfest af úrskurðarnefn fjarskipta- og póstmála. Félagið horfir til frumvarps til nýrra fjarskiptalaga. Félagið ásamt lögfræðingi félagsins fylgir þessu fast eftir.

Stjórnarskrá, unnið hefur verið að því að fá íslenska táknmálið í stjórnarskrána. Nú liggur fyrir frumvarp að stjórnarskránni og hefur félagið sent sína umsögn þar sem það fagnar drögum að frumvarpinu um nýja stjórnarskrá en kemur með ábendingar um að íslenska táknmálið sem jafnrétthátt íslenskri tungu ásamt ábendingu að orðalagi til að tryggja betur rétt þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.

Verkferlar vegna túlkun í neyðarþjónustu, lögfræðingur félagsins ásamt formanni félagsins og fulltrúum SHH áttu fundi með fulltrúum Neyðarlínunnar ehf. til að ræða hvernig hægt væri að tryggja aðgengi fyrir döff og þá sem reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta. SHH hefur séð um að vera á bakvakt til að reyna að útvega neyðartúlk án þess að fá greitt fyrir vaktina sem er að sjálfsögðu ekki eðliegur farvegur. Samþykkt var að Neyðarlínan tæki við að kalla út eftir túlk í neyðaraðstæðum. Neyðarlínan notar sms boðunarsamskipti sem er búnaður notaður meðal annars fyrir björgunarsveitina, Rauða krossinn, Alþjóðahúsið og fleiri sem við á til að kalla út viðbragðsaðila í neyðaraðstæðum. Vitað var að einhverjir hnökrar gætu hugsanlega komið upp. SHH sendi út bréf til allra sem við átt t.d LSH, heilsugæslustöðvar, lögreglunar og fleiri staði og lét vita að fyrir utan skrifstofutíma SHH væri hægt að kalla út eftir neyðartúlkun í gegnum 112. Einkaaðila sem eru tilbúnir að vera á útkallslistanum þurfa að hafa skráðan umsjónarmann með útkallslistanum hjá 112 sem þarf að uppfæra reglulega. Markmiðið er að hámarka árangur og lámarka truflun.

· Svæðisstjórn Höfuðborgarsvæðsins

Fulltrúar Félags heyrnarlausra áttu fund með svæðisstjórum velferðarsviðs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í vor þar sem félagið lagði fram tillögu. Tillagan er sú að sveitarfélögin sameinst um að tryggja miðlæga þjónustu fyrir þá sem reiða sig á ÍTM og fjölskyldur þeirra. Sérþekkingu þarf til að geta veitt velferðar- og félagsþjónustu fyrir þennan breiða hóp. Tillögunni var vel tekið og er stefnan að setja saman vinnuhóp í haust þar sem á að skoða ferlið betur og útfærslur.

· Covid-19

Stjórn félagsins samþykkti tillögu framkvæmdastjóra að aðgerðaráætlun til að tryggja grundvöll reksturs félagsins þar sem happdrættissalan varð við skelli vegna heimsfaraldurinsins Covid-19 og nánari upplýsingar um eru í skýrslu framkvæmdastjóra. Félagið barðist hart að því að fá táknmálstúlkun í aðalfréttatíma RÚV, túlkun á blaðamannafundum almannavarna og ríkisstjórnar ásamt að fá ÍTM inná heimasíðu www.covid.is. Vel var brugðist við og þökkum við öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að tryggja jafnrétti okkar sem reiðum okkur á ÍTM til tjáningar og samskipta að fá upplýsingar. Félagið mun vinna áfram að því að skoða með nýjum útvarpsstjóra hvernig má efla aðgengi að sjónvarpi landsmanna. Stjórn hefur lagt fram tillögu til EUD að búa til leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hvernig á að framkvæma upptökur og útsendingar ef túlkur er í mynd eða í glugga á mynd og eins ef það eru viðtöl hvar á að staðsetja túlkinn. Verður það skoðað í samvinnu við aðildarfélög EUD.

· 60 ára afmæli

Félagið fagnaði 60 ára afmæli 2020. Stjórnin samþykkti áætlun að hafa 60 ára afmæli þar sem ferðast verður aftur til 1960, gefa þjóðinni gjöf sem er smáforrit til að læra ÍTM og eiga möguleika á samskiptum á ÍTM ásamt smáforriti með sögum á táknmáli, StoryApp. Stefnan er að gefa út ÍTM smáforritið í haust á alþjóðabaráttuviku döff. Söguappið er langtímaverkefni sem mun hefjast á árinu 20210 og hefur félagið fengið styrki til að vinna að þessum verkefnum. Gestafyrirlesari kom og hélt fyrirlestur í sal félagsins um að vera CODA og að tilheyra tveimur menningarheimum. Margar spurningar vöknuðu við þann fyrirlestur.

· Dagur ÍTM

Á degi íslenska táknmálsins sem er á afmælisdegi félagsins var sáttmáli alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls undirritaður á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn var samvinnuverkefni félagsins, málefndar um ÍTM og SHH. Alheimssamtök döff/ WFD gerðu sáttmálann í tilefni af alheimsþingi döff sumarið 2019 í París. Þar er lögð áhersla á ábyrgð og skyldur stjórnvalda og hagsmunaaðila að tryggja réttlátt samfélag og jafnt aðgengi að menntun fyrir allt. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmálsins, Svandís Svararsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einarsson barna- og félagsmálaráðherra ásamt fleirum hagsmunaaðilum íslenska táknmálsins hafa undirritað sáttmálann. Frumrit sáttmálns er komið í örugga höfn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ísland var fyrst ríkja til að undirrita sáttmála um rétt allra til táknmáls.

· Döff norræn ungmennamót NJL

Til stóð að hafa ungmennamót fyrir döff ungmenni á aldrinum 13-17 ára á Laugarvatni sumarið 2020. Þegar ljóst var að heimsfaraldurinn ætlaði að hafa mikil áhrif á að hægt væri að halda mótið hnökralaust var það sameiginleg ákvörðun norðurlanda að hætta við mótið. Fréttir hafa borist líka að æskulýðsmót sem átti að vera í Svíþjóð hefur verið frestað um ár.

· Fjartúlkun

Félagið í samvinnu við SHH hóf tilraunir með fjartúlkun. Breiður hópur hefur látið reyna á fjartúlkun við mismunandi aðstæður, fundir, skóli, viðtöl og fleira. Til stóð að hafa fund í vor til að ræða um upplifun og reynslu fjartúlkunnar en verður það að bíða til betri tíma en er það von félagsins að hægt verði að efla og þróa fjartúlkun.

· Textun RÚV

Félagið átti fund með mennta- og menningarmálaráðherra ásamt starfsfólki ráðuneytisins um textun í sjónvarpi og fjölmiðlun. Núverandi stöðu ásamt lög um fjölmiðla. Ákveðið var að skipta lítil vinnuhóp til að skoða hvað þarf að gera til að tryggja aðgengi þeirra sem reiða sig á texta. Næsti fundur var fljótlega boðaður þar sem fulltrúar frá RÚV fóru yfir stöðu mála hjá þeim í textun, tæknimálin, þekkingu og gáfu okkur innsýn tölulegar upplýsingar um hvað mikið er texta og voru allir sammála að hægt er að gera betur. Samþykkt að vinna þetta áfram með nýjum útvarpsstjóra.

· Frumkvæðisúttekt um nám táknmálstalandi barna

Mennta og menningarmálaráðuneytið birti á árinu skýrslu um frumkvæðisúttekt á námi táknmálstalandi barna. Fulltrúi félagsins tók upp málið með málnefnd um ÍTM og lagði til að málnefnd myndi fylgja málinu eftir að unnið verði að úrbótum að námi táknmálstalandi barna. Ný nefnd málnefndar hefur ekki verið skipuð og er það von að þau muni fylgja málinu eftir. Félagið hefur sent á Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt skóla- og frísstundasviðs og óskað eftir að fá upplýsingar um hvort eigi að gera úrbætur eins og kemur fram í skýrslunni. Skýrslunni verður áfram fylgt eftir.

 

Skýrsla skrifstofu félagsins

Starfsemi skrifstofunnar sér um móttöku og uppgjör happdrættismiða og ganga þau mál fínt fyrir sig. Skrifstofan sinnir einnig útleigumálum á salnum sem fer nú mjög fækkandi þar sem ákveðið hefur verið að hætta útleigu á salnum til almennings en félagsmenn njóti aðgengis að salnum á góðum kjörum. Félagsmannaskrá og uppfærsla hennar, útsendar tilkynningar auk annarra verkefna er koma upp eru í höndum verkefnastjóra á skrifstofu

Verkefni myndatöku og klippivinnu sinnti videoupptökum og voru helstu verkefnin þau að taka upp myndbönd vegna ÍTM apps sem félagið ætlar að gefa landsmönnum í tilefni af 60 ára afmæli félagsins nú í haust. Verkefnastaða lítur út fyrir að vera róleg þetta misserið en hvetja á til aðkomu félagsmanna til notkunar á studio félagsins.

Verkefnastjóri við vinnu og uppsetningu ÍTM appsins og aðal samskiptaaðili við bandaríska fyrirtækið Salt&Ink sem er höfundarréttaraðili að appinu hefur klárað sitt verkefni. Verður spennandi að sjá appið verða að veruleika.

Verkefni tengd atvinnumálum hafa verið mikil og ströng og  haft mikil áhrif á töluverðan fjölda fólks sem missti vinnu sína í kjölfar covid faraldursins. Með góðu tengslaneti og samstarfi við fyrirtæki hefur tekist að finna störf fyrir töluverðan fjölda döff og er staðan í dag, september 2020 mun betri en við þorðum að vona í vor þegar uppsagnarholskeflan helltist yfir. Atvinnufulltrúi hefur sinnt öflugu vinnustaðainnliti sem margir döff á vinnumarkaði telja mjög mikilvægt að verði viðhaldið til að tryggja betri samskipti og upplýsingaflæði milli döff starfsfólks og vinnuveitenda ásamt samstarfsliði.

Þá hefur þjónusta við döff verið krefjandi og mikið af útlendingum sem sækja aðstoðar varðandi upplýsingar, samskipti og ráðgjöf er snúa að atvinnutengdum- og félagslegum úrræðum. Félag heyrnarlausra hefur átt fundi með velferðarráðum sveitafélaganna til að tryggja og sameina úrræði í málefnum döff á einn stað þar sem samskiptin eru á táknmáli. Eru þessi mál í vinnslu og vonast til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega en fyrstu viðbrögð eru mjög góð og fylgir félagið málinu eftir þar til niðurstæða fæst.

Félagið hætti þjónustu við liðveislu enda var sú þjónusta sett á laggirnar sem tímabundið verkefni. Verkefni liðveislu sem félagið kom á fót meðan það hélt utan um það var komið í ferli hjá Reykjavíkurborg þar sem starfsmaður færðist með verkefninu frá FH til borgarinnar. Áfram verður þjónustu við eldri borgara eða Döff55+ sinnt í Gerðubergi.

Rekstur skrifstofu, félagsins og starfsmannamál hefur breyst í kjölfar covid-19 og hrundi t.a.m. happdrættissalan í vor þegar ákveðið var að senda erlenda sölumenn til síns heima og hætta sölunni alfarið tímabundið. Sölumönnum var þó leyft að auglýsa miða til sölu á sínum miðlum þar til sala hófst aftur í byjun maí sem við gátum fengið íslenska sölumenn til að sinna. Endaði salan á tæpum 8.000  miðum sem er um 60% af sölu við eðlileg skilyrði. Salan nú fyrir haustið er komin á fulla ferð og gengur vel enn sem komið er. Starfsmannamál hafa breyst enda breytast verkefnin með stefnu, hlutverki og möguleikum félagsins fjárhagslega. Ákveðið hefur verið að ráða í verktöku stöðu upptöku og klippinga á videoefni. Núverandi starfsfólk mun sinna efnisuppfærslu á heimasíðu og fésbók. Þá hefur tilfærsla orðið á hlutverki liðveislu sem er komið undir verkahring Reykjavíkurborgar. Þá er verkefnastjórinn farin í fæðingarorlof. Hvað framtíðina snertir er og hefur Félag heyrnarlausra alltaf verið opið að ráða fólk í tímabundin og sérhæf verkefni, allt sem kemur félaginu til góðs og starfsmanninum sömuleiðis sem verkefnið tekur að sér. Félagið þarf að fara mjög varlega í fjármálum til næstu framtíðar þar sem niðurskurður er á flestum þeim sjóðum sem félagið hefur sótt samstarfsstyrki í, lakari happdrættissölu en í öllum áföllum felast tækifæri líka og mun félagið vera á tánnum með að viðhalda styrk sínum framávið í nánustu framtíð.

Hlutverk formanns sem ábyrgðaraðila í hagsmuna- og réttindabaráttu döff á Íslandi, í samstarfi við Karólínu Finnbjörnsdóttur lögmann félagsins hefur mér þótt aðdáunarvert. Fagmennskan og stefnan sem málefnin hafa farið inn í kerfið er mjög fagmannlegt og er formaður sem andlit félagsins út á við traust og virt. Til dæmis sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Bessastöðum þegar undirritaður var sáttmáli við heyrnarlausa að viðstöddum  forseta Íslands og helstu ráðamönnum þjóðarinnar, að ekkert hagsmunafélag á Íslandi komist með tærnar þar sem Félag heyrnrlausra hefur hælana. Slík er fagmennskan og málefnin unnin af félaginu sem sýnir styrk þess og getu. Með þessum orðum lýk ég pistlinum og lýsi yfir stolti að vera starfandi með þessu frábæra starfsfólki og stjórn að málefnum döff á Íslandi.

 

Daði Hreinsson

framkvæmdasstjóri

 

Endurskoðaður ársreikningur Félags heyrnarlausra 2019