Annáll 2015 - Þáttur 1

15. jan. 2016 Fréttir vikunnar

Annáll 2015

Stjórn Félags heyrnarlausra ákvað að fara af stað með Fréttir vikunnar, vikulegan pistil um málefni döff. Markmiðið með pistlunum er að færa stjórn og starfsfólk félagsins nær félagsmönnum og upplýsa þá um dagleg störf og að hverju er verið að vinna að hverju sinni. Í Fréttum vikunnar er því sagt frá störfum stjórnar og félagsins og gagnsæið þar með aukið. Einnig verður sagt frá áföngum í lífi döff og öðrum viðburðum. Þættirnir verða alltaf sendir út á föstudögum.