Samantekt frá Degi döff - Þáttur 2

22. jan. 2016 Fréttir vikunnar

Samantekt frá Degi Döff

Í fyrsta þættinum var sýnt brot frá dagskrá á Degi Döff í félagsheimilinu og í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Við viljum gjarnan sýna meira frá deginum í þessum þætti. 

Föstudagurinn 25. september var haldinn hátíðlegur í félagsheimilinu þar sem kynntar voru stuttmyndir eftir Kolbrúnu Völkudóttur og Elsu G. Björnsdóttir. Einnig var sýnt tónlistarmyndband eftir SignCrew og allir fengu viðurkenningu fyrir verkefnin. Daginn eftir var áætlað að fara til Viðeyjar en féll sú ferð niður vegna slæmrar veðurspáar og færðist dagskráin í Bæjarbíó í Hafnarfirði.