Viðtal við Elsu G. Björnsdóttur - Þáttur 3

29. jan. 2016 Fréttir vikunnar

Viðtal við Elsu G. Björnsdóttur

Elsa G. Björnsdóttir fékk fyrstu verðlaun fyrir stuttmynd sína Sagan endalausa á listahátíðinni Clin d´Oeil í Frakklandi. Hátíðin er tileinkuð menningu heyrnarlausra um allan heim og er vettvangur fyrir heyrnarlausa listamenn að kynna verk sín og taka þátt í listadagskrá fyrir ungt fólk. Sagan endalausa fjallar um hvernig döff börn upplifðu óraltímabilið þegar táknmál var bannað. Í myndinni er fjallað um tímabilið þegar táknmálsbannið endaði eftir 100 ár. Einnig er sagt frá því hvernig þessi hluti sögunnar tengist lífi Elsu þar sem mörg vandamál eru enn til staðar og margir döff finna fyrir því. Þó táknmálið sé ekki lengur bannað þá eru viðhorfin í samfélaginu ekki nógu góð.

Hægt er að horfa á myndina með því að smella á slóðina hér að neðan. Hún er hljóðlaus þar sem mikilvægt er að áhorfandinn skilji jafn mikið og barnið í myndinni. 

Sagan endalausa