Evrópska verkefnið PRO-Sign - Þáttur 7

4. mar. 2016 Fréttir vikunnar

Evrópska verkefnið

Í febrúar stóðu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og rannsóknarstofa táknmálsfræða fyrir erindi um evrópuverkefnið PRO-Sign í tilefni alþjóðlegs móðurmálsdags í Háskóla Íslands. Fréttir vikunnar tóku viðtal við Júlíu Hreinsdóttur táknmálskennara og fagstjóra í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um PRO-Sign verkefnið. Verkefnið er hluti af evrópska tungumálarammanum (CEFR) og markmið þess er að útbúa evrópska staðla í táknmálsfærni með áherslu á kennslu í táknmálsfræði og táknmálstúlkun.