Hjálparsími Rauða Krossins 1717 - Þáttur 9

18. mar. 2016 Fréttir vikunnar

Hjálparsími Rauða krossins 1717

Hjálmar Karlssonar verkefnastjóri hjá Hjálparsímanum 1717 kom til okkar í Félag heyrnarlausra með kynningu fyrir félagsmenn. Sjálfboðaliðar starfa allan sólarhringinn hjá 1717  við símsvörun og netspjall. Það eru sjálfsboðaliðar sem starfa allan sólarhringinn við Hjálparsímann.  Þeir eru bundnir trúnaði og hafa skrifað undir trúnaðarsamning. Það er frítt að hringja í Hjálparsímann og frítt að spjalla á netinu.

Sjálfsboðaliðarnir sem svara fyrir Hjálparsímann hafa hlotið mikla þjálfun í því hvernig sé best að bregðast við í hverju atviki fyrir sig og eru reiðubúnir í allskonar spjall og eru til staðar fyrir þá sem vilja ræða það sem býr í brjósti hvers og eins. Hægt er að fara inn á www.1717.is og tengjast netspjalli. Við þökkum Hjálmari fyrir komuna og kynninguna á hjálparsímanum 1717.