Panama skjölin - Þáttur 11

8. apr. 2016 Fréttir vikunnar

Panama skjölin

Hver eru tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, við fyrirtækið Wintris á Bresku jómfrúareyjunum? Hann seldi eiginkonu sinni sinn hlut árið 2009 á einn dollara rétt áður en ný lög voru samþykkt um tekjuskatt hér á landi af hagn­aði félags sem ­ís­lenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­ríki. Sigmundur Davíð brást ekki vel við þegar sænskur sjónvarpsmaður tók viðtal við hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson birtist þar með spurningar sem tengdust þessu máli.

Bjarni Benediktsson er einnig tengdur í erlend viðskipti sem og fleiri. Kröftug  mótmæli fóru fram, þar sem krafist var afsagnar Sigmundur Davíðs vegna þessarar stöðu. Afsögnin tók sinn tíma en nú er Sigurður Ingi Jóhannsson orðinn forsætisráðherra. Sigmundur situr þó enn á þingi og er enn formaður Framsóknarflokksins.