DNR og DNUR á Íslandi - Þáttur 14

29. apr. 2016 Fréttir vikunnar

DNR og DNUR á Íslandi

Í fréttum vikunnar segir frá fundi Norðurlandaráðs heyrnarlausra sem var haldinn hér á Íslandi í apríl. Þessir fundir eru haldnir tvisvar sinnum á ári þar sem fulltrúar frá Norðurlöndunum koma saman og fara yfir helstu áherslumál hverju sinni. Að þessu sinni voru það áherslur á réttindi til menntunar og réttarstöðu táknmáls á Norðurlöndunum.

Á fimmtudaginn sagði Hafdís Gísladóttir frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Svíþjóð um „raddir fatlaðra barna”.  Rætt var við 90 börn og ungmenni um líðan þeirra í skólum og hver réttindastaða þeirra til táknmáls í skólum verði í framtíðinni. 

Fréttir vikunnar tók viðtal við formann DNR frá Danmörku, Janne Boye Niemela og fulltrúa DNUR fyrir hönd Danmerkur, Netta Keski-Levijoki.