Andri Snær - Þáttur 21

16. jún. 2016 Fréttir vikunnar

Andri Snær Í fréttum vikunnar kom Andri Snær Magnason í heimsókn til Félags heyrnarlausra á 10. júní til að kynnast heyrnarlausu fólki og kynna sig. Hann er í framboði til forseta Íslands og hélt framboðsfund með félagsmönnum og fræddist um menningu heyrnarlausra, á sama tíma og hann kynnti markmið sitt og hlutverk forseta Íslands verði hann verður kosinn. Boðið var upp á kaffi og vöfflur í boði félagsins og félagsmenn spurðu hann ýmissa spurninga um hans störf og fleira. Svo sendi hann kveðju í myndavélina til félagsmanna sem gátu ekki mætt á föstudaginn var.

Við þökkum honum fyrir að koma í heimsókn og megi hann ganga vel í kosningabaráttunni.