Dagur íslenska táknmálsins - Þáttur 40

22. feb. 2017 Fréttir vikunnar

Dagur íslenska táknmálsins

Fréttir vikunnar bauð Margréti Gígjú Þórðardóttur, kennslustjóra og ráðgjafa hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, sem gest í þættinum og fjallað er um dag íslenska táknmálsins sem var haldinn í fimmta sinn nú í 11. Febrúar síðastliðinn. 

Í þættinu má sjá myndbrot frá föstudeginum þar sem forseti Íslands ásamt þingmönnum komu í heimsókn í ævintýraferð um heim heyrnarlausra hér í félagsheimilinu. Þá sýnum við dag íslenska táknmálsins á Bæjarbíó í Hafnarfirði og að loknum frá árshátíð í tilefni afmælis félagsins.