Þriðja alheimsráðstefna (3/4) - Þáttur 54

7. des. 2017

Þriðja alheimsráðstefna (3/4)

Alþjóðasamtök heyrnarlausra (WFD) vill tryggja öllum döff í hverju landi fyrir sig þann rétt að nota táknmál sem móðurmál þeirra í daglegum athöfnum, til varðveislu og þróun menningar döff. WFD skipulagði alheimsráðstefnu undir þemanu, Full þátttaka með táknmáli, sem var haldin þann 8-10 nóvember í Búdapest, Ungverjalandi. 

Á ráðstefnunni var fjallað um allskonar þemu: 

  • Tvítyngikennsla
  • Táknmál í fjölskyldum
  • Döff starfsmenn á atvinnumarkaði
  • Samskipti án hindrana
  • Ný IT bylting
  • Þátttaka í ákvarðanatöku

Félag heyrnarlausra sendi 4 fulltrúa til Búdapest að afla upplýsinga um alls konar efni sem gæti nýst félaginu í framtíðinni.​