Viðtal við Leah Katz-Hernandez - Þáttur 59

9. mar. 2018

Viðtal við Leah Katz-Hernandez

Leah Katz-Hernandez kom til Íslands að kynna fyrrverandi starfið sitt sem döff móttökustjóri undir stjórn Obama forseta í Hvíta húsinu í tilefni dags íslenska táknmálsins. Hún segir frá hvernig hún hóf starfið sitt og hvernig ADA lögin í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á réttindi fólks með fötlun til þess að hún gat fengið starfið með táknmálstúlk eftir hennar þörfum. Einnig nefnir hún að ADA lögin séu ástæða þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (CRPD) varð til.