Apríl 2016, Reykjavík

14. - 17. apríl 2016

Norðurlandaráð heyrnarlausra héldu fund í Reykjavík á Íslandi dagana 14. – 17. apríl 2016. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður og Guðmundur Ingason varaformaður fóru fyrir hönd félagsins.

Allir fulltrúar frá Norðurlöndum mættu á Norðurlandaráðsfund Döff á Íslandi. Heiðdís Dögg bauð alla velkomin og Hafdís Gísladóttir lögfræðingur félagisns byrjaði fundinn á að fara yfir réttarstöðu döff barna í Norðurlöndum. Við fengum kynningu á stjórnarskránni, lög og reglugerðir. T.d er táknmálið í stjórnarskránni í Finnlandi en sem almenn lög á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi.  Nokkuð togstreita er hver réttur barnsins er og réttur foreldra en barnasáttmálinn er sáttmáli barnanna. Hafdís kynnti fyrir okkur barnasáttmálann, alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samning SÞ um réttindi fólks með fötlun og styrkleika þeirra í okkur hagsmuna- og réttindabaráttu. Í heildina eru lög og reglur góð en erfið í framkvæmd, við ræddum um helstu hindranir sem eru þekkingaskortur, viðhorf og skilningsleysi. Mikil vinna hjá hagsmunasamtökum að fylgja lögum eftir og sækja réttindi þeirra sem reiða sig á táknmál í daglegu samskiptum. 

Farið var yfir 24.grein í samning SÞ um réttindi fólks með fötlun. Sú grein snýr að menntun. Við fórum yfir okkar sjónarmið á 24.grein, t.d hvað er skóli án aðgreiningar, hvað er nám án hindranna og fleira. Ákveðið var að Danmörk ætli að taka að sér að fínpússa okkar greinagerð og verður það lagt fram á næsta fundi og samþykkt af okkur. Áætlað er að senda þetta á Norðurlandaráðherranefnd og nefnd í ráðinu sem snýr að menntun. 

Á DNR fundinum var farið yfir skýrslu hvert land fyrir sig. Rætt um flutningar á milli landa í Norðurlöndum og hvaða hindranir eiga sér stað, ákveðið að hvert land skoði hjá sér og óski eftir reynslu frá sínum félagsmönnum og verður farið yfir það á næsta fundi og skoðað úrbætur. DNR saga, fulltrúi frá Finnlandi mun ferðast um norðurlöndin og safna saman sögum og myndum af DNR fundum gegnum árin og verður það notað þegar sett verður saman Saga DNR frá upphafi á rafbók. Rætt um hvernig megi styrkja stöðu Döff í Grænlandi og efla þeirra hagsmunasamtök. Ísland greiðir allan kostnað fyrir fulltrúa Grænlands á DNR fundi á Íslandi, Danmörk gerði það fyrir áramót og er ætlunin að hvert land skoði hvort einhverjar sjóðir séu okkur möguleg að sækja um styrk fyrir þátttöku Grænlands. Samþykkt að Ísland taki að sér að setja saman bréf sem verður send fyrir hönd DNR á helstu ráðuneyti í Grænlandi í tengslum við réttindabaráttu þeirra. Farið yfir möguleika að setja saman málþing fyrir döff kennara á Norðurlöndum, skoðum möguleika á fjármagni til að styrkja þetta. Svíþjóð kynnti verkefni sem þau fengu styrk fyrir, þetta verkefni snýst um að setja saman og efla landssamtök í Afríku líkt og EUD, AUS og fleiri samtök í tenglsum við álfur. Styrkurinn er samt sem áður eingöngu greiddur út ef sá sem stýrir verkefninu greiður út 10% af heildarupphæð styrksins. Hvert land tekur þetta upp á stjórnarfundi og gefur svar ti Svíþjóðar fyrir lok apríl.Næsti fundur verður Kaupmannahöfn 14.-16.október 2016.