Nóvember 2015 - Brussel, Belgíu

10. - 11. nóvember 2015

Evrópubandalag heyrnarlausra héldu 30 ára afmæli og ráðstefnu í Brussel í Belgíu dagana 10. – 11. nóvember 2015. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður og Hafdís Gísladóttir lögfræðingur fóru fyrir hönd félagsins.

Efni:  EUD, 30 ára afmæli og ráðstefna sem bar heitið ,,Ósýnileiki í Evrópu: hvað er átt við með viðeigandi aðlögun frá sjónarhorni Döff og táknálsnotenda.

Dr.Adám Kósá og Helga Stevens þingmenn í Evrópuráðinu buðu öllum aðildarfélögum í EUD að senda formenn og fulltrúa með sem vinna með baráttu- og réttindamál í hverju aðildarfélagi á ráðstefnu í Brussel. Stjórn Fh samþykkti að Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra og Hafdís Gísladóttir lögfræðingur félagsins færu sem fulltrúar fyrir hönd Íslands.

Þann 10.nóvember var fulltrúum boðið í heimsókn í Evrópuráðið, þar fengum við kynningu á störfum Evrópuráðsins ásamt kynningu á störfum þeirra Dr.Adám Kósá og Helgu Stevens í ráðinu. Eftir kynninguna var farið í skoðun um Evrópuráðið og áframhaldandi kynning á störfum þingmanna í ráðinu. Að því loknu bauð Döff félag Belgíu, bæði flamíska og franska félagið öllum fulltrúum í heimsókn á listasafn. Fulltrúarnir fengu kynningu á táknmáli á sýninguna ,,Man in Mirror”.

Þann 11.nóvember var ráðstefna sem snérist um sjónarhorn Döff og táknmálsnotenda á viðeigandi aðlögun samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Stevens opnaði ráðstefnuna,  góðir gestir komu, þar á meðal Colin Allen formaður WFD, Markku Jokinen formaður EUD, umboðsmaður Evrópuráðsins, Dr.Lászlá G. Lovásy,  Dr.John Bosco og Dr.Christian Rathman og að lokum Dr.Adám Kósá.  Þau fjölluðu meðal annars um hlutverk umboðsmanns Evrópuráðsins, hvernig döff skilgreina sig, aðkomu sáttmálans fólks með fötlun í baráttu hagsmunasamtakanna, aðgangur að verkefnum sem EU styrkir og á nefna t.d að ekki er sjálfgefið að gert sé ráð fyrir táknmálstúlkum í styrkjunum og hvernig viðeigandi aðlögun er skilgreind í sáttmálanum. 

EUD fagnaði 30 árum með kvöldverðarboði þar sem heiðursgestum var boðið og getum við íslendingar vera stoltir af íslendingnum okkar Berglindi Stefánsdóttur. Hún var formaður EUD 2007-20013 og var gerður að heiðursfélaga EUD. EUD sýndi myndband sem spannar frá upphafi EUD og fram að deginum í dag, og er hun aðgengileg á heimasíðu EUD www.eud.eu

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir