Aðalfundur félagsins 2018

Fundargerð aðalfundsins Félags heyrnarlausra 17. maí 2018.

Video

a. Formaður félagsins setur fundinn

Formaður félagsins, Heiðdís Dögg Eiriksdóttir þakkar fólki fyrir mætinguna í vorlægðinni. Fundur settur kl 17:05.

b. Kosning fundarstjóra

(HDE): Berglind Stefánsdóttir hafði tekið að sér hlutverk fundarstjóra, en vélin hennar var kyrrsett í Osló. Júlía G. Hreinsdóttir tekur því fundarstjórn að sér. Samþykkt!

c. Kosning ritara

(JGH): Ritari fundins er Árný Guðmundsdóttir tilnefnd. Samþykkt!

d. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta almanaksár lagðir fram til samþykktar

Jón Rafn frá Deloitte endurskoðun kynnir ársreikning félagsins.

(JR): Endurskoðunin var athugasemdalaus. Ársreikningarnir eru undirritaðir, frágengnir og búið að funda með stjórninni.

Samanburður á milli 2017 og 2016 kynntur án athugasemda.

(JGH): Leitað er samþykkis fundargesta á ársreikningnum. Samþykkt!

e. Formaður les skýrslu stjórnar frá tímabili síðasta aðalfundar

Mæting fundagesta er 33 þegar klukkan er 17:21. Sýnt er 6 mín. myndband með táknmálsviðmót skýrslu stjórnar.

f. Umræður um skýrslu stjórnar

Spurningar og umræður en engar óskir um bókanir á fundargerð.

Skýrsla stjórnar er samþykkt!

g. Bornar upp tillögur er fyrir fundinn hafa verið lagðar.

(JGH): Hafa tillögur borist stjórn?

(HDE): Ein tillaga hefur borist stjórn. Anna Jóna fengin til að kynna sína tillögu betur.

(AJL): Kynnir sína tillögu að hafa aðalfund annað hvert ár í stað árlega, hennar rök er að of stutt á milli og jafnvel þá að stjórnin gæti þá setið í 4 ár eða álíka?

(HDE): Stjórnin hefur rætt þessa hugmynd, hvorki samþykkt hana né hafnað, við veltum fyrir okkur stjórnarkjöri og hvort það sé hægt að fá fólk í stjórnina til að sitja í 4 ár. Samþykkt að skoða útfærslu betur.

(JGH): Best að hugsa þetta betur og koma með skýrari tillögu. Kosið um tillöguna hvort félagsmenn vilji hafa aðalfund á tveggja ára fresti? Óljós niðurstaða. Önnur tillaga að stjórnin skoði og útfæri hugmyndina betur? Meirihlutinn vill það.

Samþykkt!

 

h. Kosning formanns félagsins og tveggja annarra aðalstjórnarmanna fer fram annað hvert ár. Kosning varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og tveggja annarra varastjórnarmanna fer einnig fram annað hverft ár það ár sem fyrrgreint kjör fer ekki fram.

(JGH): fyrir ári síðan var formaður kosinn svo að í ár þarf að kjósa varaformann, einn aðastjórnarmann og tvo varastjórnarmenn.

(HDE): kjörnefnd fer yfir framboð og fær fólk til að bjóða sig fram, en kjörnefndin lagðist veik svo stjórnin tók við verkefninu og biður fundarstjóra um að stýra kosningunni. Samþykkt!

Kosning varaformanns:

(JGH): nú eru 33 félagsmenn á fundinum kl 17:39.

Það voru engin framboð til varaformanns, Hjördís er núverandi varaformaður og hún er tilbúin til að sitja áfram. Þar sem mótframboð eru engin er hún sjálfkjörin. Samþykkt!

Kosning eins aðalstjórnarmanns:

(JGH): Hanna Lára var meðstjórnandi, en hún vill stíga frá – Þórður Örn býðst til að setjast í stjórn. Samþykkt!

Kosning eins aðalstjórnarmanns til eins árs:

(JGH): Fyrir ári síðan var Nathaniel Munch kosinn en hann er fluttur út, hver er tilbúinn til að setjast i stjórn í eitt ár?

Sigurlín Margrét og Anna Jóna buðu sig fram – sem þýðir að kosið er til meðstjórnanda til eins árs.

(JGH): Kosið er milli Sigurlínar Margrétar og Önnu Jónu:

Magga: IIIII II = 7

Anna Jóna: IIIII IIIII IIIII IIIII IIIII I = 26

Auðir seðlar: I =1

Alls: 34 kjörseðlar

Anna Jóna kjörin inn sem meðstjórnandi til eins árs.

Kosning tveggja annarra varastjórnarmanna:

(JGH): Óskað er eftir frambjóðendum til varamanna! Hanna Lára og Sigurlín Margrét eru til í að vera varamenn. Ákveðið að draga spil upp á hvor verði fyrsti varamaður og hvor annar. Ásinn er hæstur.

Hanna Lára er fyrsti varamaður og Sigurlín Margrét annar.

i. Tillögur til lagabreytinga ef fyrir liggja

(JGH): Engar tillögur hafa borist um lagabreytingar.

j. Ákvörðun félagsgjalds

(JGH): Lagt er til að árgjaldið haldist óbreytt, kr. 4000 – Samþykkt!

k. Önnur mál

(JGH): Fundarstjóri boðar matarpásu.

(JGH): Önnur mál hafin. Fundarstjóri biður fólk að vera skýrt og stutt í máli sínu.

Nokkrar umræður og spurninga en engar bókanir.

(HDE): Heiðdís lokar fundi, þakkar fundargestum, fundarstjóra, fundarritara og kokki fyrir þeirra framlag á aðalfundi.

Fundi er slitið kl 19:36