Aðalfundur félagsins 2019

Fundargerð aðalfundsins Félags heyrnarlausra 23. maí 2019.

video

a. Formaður félagsins setur fundinn

Formaður félagsins, Heiðdís Dögg Eiriksdóttir býður alla velkomna á aðalfundinn í þessu fallega veðri og setur fundinn kl 17:12

b. Kosning fundarstjóra

Tillaga stjórnar er að tilnefna Berglindi Stefánsdóttur sem fundarstjóra og er hún kosin einróma. Berglind Stefánsdóttir tekur að sér hlutverk fundarstjór.

c. Kosning ritara

(BS): Kosning ritara, Árnýjar Guðmundsdóttur er með yfirgnæfandi meirihluta. (BS) fer yfir hvernig miðarnir eru notaðir og kosningaseðilinn sem er fyrir kosningar meðstjórnenda, minnir á mikilvægi þess að passa miðann, því ekki sé hægt að fá nýjan.

d. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta almanaksár lagðir fram til samþykktar

(HDE): Ársreikningar eru ekki tilbúnir, verða það innan nokkurra daga og verða sendir út. Ef ekki berast neinar athugasemdir verða þeir samþykktir á næsta aðalfundi. Ef athugasemdir berast verður boðað til auka aðalfundar vegna reikninganna.

(BS): ítrekar að reikningar verði sendir út og birtir á heimasíðu til skoðunar. Kosið um tillöguna, 34 grænir(sammála), 3 gulir (hlutlausir), 1 rauður (á móti) (38 sem kjósa).

e. Formaður les skýrslu stjórnar frá tímabili síðasta aðalfundar

(BS): Skýrsla stjórnar sýnd á skjá.

f. Umræður um skýrslu stjórnar

(BS): Kosning um skýrslu stjórnar, 2 gulir, aðrir grænir. Skýrslan er samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

g. Bornar upp tillögur er fyrir fundinn hafa verið lagðar.

(BS): engar tillögur höfðu borist fyrir fundinn.

 

h. Kosning formanns félagsins og tveggja annarra aðalstjónrarmanna fer fram annað hvert ár. Kosning varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og tveggja annarra varastjórnarmanna fer einnig fram annað hvert ár það ár sem fyrrgreint kjör fer ekki fram.

 

Kosning formanns:

(BS): Nú verður kosið um formann, þar er einn í framboði, svo Heiðdís Döff Eiríkdóttir er sjálfkjörin.

Kosning tveggja aðalstjórnarmanna:

(BS): Nú verður kosið um meðstjórnendur, Anna Jóna Lárusdóttir og Ingibjörg Andrésdóttir (Didda) eru tilbúnar að halda afram, Uldis Ozols og Eyrún Ólafsdóttir bjóða sig fram. Þau munu öll vera með stuttar kynningar.

Anna Jóna, Ég vil halda áfram því ég vil að stjórnin sé meðvituð um eldri borgarana, er ekki mjög pólitísk og hef margra ára reynslu, 28 ár. Hef gaman af því að vinna með fólki.

Eyrún, ég býð mig fram því ég hef aldrei verið í stjórn, ég vil styðja stjórnina og gera eitthvað nýtt. Ég er rétt að klára mastersgráðuna mína svo nú hef ég tíma til að gera eitthvað annað.

Uldis, í stuttu máli, ég er farinn að fá áhuga til að starfa með stjórninni, ég er líka tilbúinn til að hlusta á hvað þið hafið að segja.

Didda, ég hef áhuga á að vinna með stjórninni áfram, það er gaman að vera með stjórninni, ég er áhugasöm, en þið ráðið hvað þið veljið, við erum fjögur í framboði.

(BS): nú merkið þið við tvö nöfn, miðinn er ógildur ef þið merkið við fleiri eða færri en tvö nöfn. Ragna Guðrún Magnúsdóttir og Arnar Ægisson ætla að aðstoða við að safna saman miðum og telja.

(Daði): 40 manns á staðnum.

(BS): búið að safna saman miðum. Við teljum strax og birtum á skjánum, gangi ykkur vel Arnar og Ragna.

Anna Jóna IIIII IIIII IIII =14

Eyrún IIIII IIIII IIIII IIIII IIIII =25

Ingibjörg IIIII IIIII IIII =14

Uldis IIIII IIIII IIIII IIIII IIIII =25

Ógildir I = 2

80 atkvæði samtals (40 kjörseðlar).

Didda og Anna Jóna: Við óskum Eyrúnu og Uldis til hamingju og takk fyrir okkur. (AJL), gott að Eyrún og Uldis koma inn í stjórn, flott fólk allt saman og gott að fá nýliðun. (Didda) við erum enn í stjórn 55+, gott að þið lærið hvernig er að vera i stjórn. (AJL) hópurinn þar er mikið að stækka og þið komið þangað inn.

Klappað fyrir nýjum stjórnarmeðlimum.

i. Tillögur til lagabreytinga ef fyrir liggja

(BS): Engar tillögur hafa borist um lagabreytingar.

 

j. Ákvörðun félagsgjalds

(BS): Lagt er til að árgjaldið haldist óbreytt, kr. 4000 – hverjir samþykkja?

Einn er hlutlaus, enginn á móti, samþykkt með miklum meirihluta.

k. Önnur mál

(BS) Önnur mál – ég þarf að búa til lista yfir þá sem vilja koma með önnur mál, Júlía G. Hreinsdóttir, Ragna Guðrún Magnúsdóttir, Sísí (Sigríður Borg), Hjördís Anna Haraldsdóttir, Magnús Sverrisson,Jena Kukle. Mælendaskrá er lokað með 6 aðilum. Það má bæta sér á listann ef fólk er með svör eða viðbætur við því sem kemur upp.

(JGH): nokkur atriði, ósk um að upplýsingar um verð og leigu á sal fyrir félagsmenn verði sett á heimasíðuna, ósk um að stjórnin skoði og meti hvort upplýsingar fyrir erlent döff sem flytjast til Íslands um réttindi þeirra eigi að setja á heimasíðuna og jafnvel á alþjóðlegu táknmáli. Ósk um að stjórnin skoði og meti hvort hægt sé að upplýsa betur hvað er innifalið í félagsgjaldinu. Að lokum er óskafð eftir að stjórnin skoði að taka aftur upp styrkveitingar fyrir félgasmenn þegar farið er á ráðstefnur erlendis.

(HDE) Árgjaldið, það fer í ýmislegt eins og kaffi, viðburði sem eru ókeypis, fræðslu, þýðingar á fréttum og ýmiskonar verkefni. Stjórnin getur metið hvort hægt sé að skoða betur hvað er í félgasgjaldinu.

(RGM) Þykir miður að endurskoðandinn kom ekki, nefnir sölu sumarbústaðsins árið 2007 eða 2008 fyrir 12 milljónir, spyr hvort sölufjármagnið sé enn til í dag? Finnst vantar styrktarsjóð til að styrkja ferðir erlendis.

(DH) við seldum bústaðinn 2008 fyrir 8 milljónir. Fjárhagsstaðan var neikvæð þá og við þurftum að endurskoða fjárhaginn og fór því innkoman inn í reksturinn hér. Reikningar verða vonandi tilbúnir mjög fljótlega, núna er staðan mjög góð, varasjóður kominn yfir 40 milljónir.

(RGM) gæti peningurinn sem fékkst fyrir bústaðinn farið aftur í að kaupa nýjan bústað ef við myndum vilja það aftur?

(BS) gæti stjórnin skoðað þetta og farið yfir fyrri fundargerðir aðalfunda og skoðað hver viljinn er? Þetta væri svo hægt að setja á heimasíðuna. Viljið þið svara með styrktarsjóðinn? Hjördis svarar því á eftir.

(Sísí) gaman að sjá ykkur. Mér finnst klukkan ekki nógu góð hér í Döff félagi með þessum amerísku tölum, ég vil hafa íslenskar tölur. Það verður að breyta þessu strax.

(HSE) takk fyrir þessa athugasemd, við getum lagað það.

(Sirrý) bætir við varðandi sumarbústað, við keyptum innbúið í Skorrasel með kökubasar og fleiru, ég man eftir þessu. Ég er ekki viss hvernig þetta var en við söfnuðum fyrir innbúinu með kökubasar og fleiru.

(HAH) ég er líka félagsmaður og vil fyrst svara varðandi styrki til viðburða erlendis. Ég er sammála því að þetta vantar og mun leggja til að við skoðum þetta og gerum reglur sem passa þetta því það þarf stífan ramma um umsóknir. Þetta er kannski ekki fyrir borgarferðir eða Tenerife, ég held þetta geti ekki verið svo opið.

(BS) stjórnin tekur þetta að sér að skoða þetta nánar.

(MS) mér finnst gaman að Deaf Academia þó ekki gengi allt upp. Mér fannst vanta skýrari reglur, t.d. að bjóða okkar fyrirtæki að vera leigubíll. Það er eins og Döff félag hafi ekki áhuga á okkar fyrirtæki. Það er meira vesen fyrir döff að fá t.d. leigubíl en heyrandi. Ég sá líka að það er ekki rétt að hafa þessa klukku hér á íslandi. Við hjá Deaf Iceland fengum salinn en svo fékk ég kvartanir frá öðrum döff yfir því að við fengjum salinn frítt, það var ekki við mig að sakast, stjórnin bauð okkur þetta. Mér finnst í dag, þið eruð búin að vera í stjórn í 10 ár, að það sé kominn tími á að skipta um fólk í stjórninni og fá nýtt blóð. Framkvæmdastjórinn er líka búinn að vera lengi, mér finnst happdrættissalan vera að dragast saman, það koma bara sölumenn hingað til lands, hvað eru þeir að gera hér. Þröstur kemur hingað en af hverju er honum ekki bannað að koma hingað? Ég er ekki ánægður með þetta. Framkvæmdastjórinn þarf að vinna hér, hann gerir ekki nóg. Samskiptin eru oft erfið og enginn veit hvað á að gera. Framkvæmdastjórinn þarf að geta svarað.

(BS) þú talar um fyrirtækið þitt, klukkuna, salinn, stjórnina – viljið þið svara einhverju? Ég vil minna ykkur á að áðan var kosið um formann þá var ekkert mótframboð, þið berið ábyrgð líka. Þið þurfið líka að taka ykkur pláss.

(HDE) varðandi Þröst, þá er hann ekki á launaskrá hér, honum er ekki bannað að koma, hann er félagsmaður eins og þið, við bönnum engum að koma hingað. Við erum ekki dómarar hér. Salurinn, þú fékst salinn, ég get ekki svarað fyrir kvartanir sem þú fékkst, þú þarft að benda fólki á að tala við stjórnina eða koma kvörtunum þangað. Döff styðja döff, en samkeppnin er líka frjáls, döff geta pantað leigubíl þar sem þau vilja. Fólki er frjálst að fá sér leigubíl þar sem það vill, ég benti oft á Deaf Iceland og fleiri aðila.

(Leo) varðandi Magnús, salinn og rútu, það hefði mátt setja auglýsingu á heimasíðuna þannig að fólki væri bent á, það var ekkert símanúmer eða neitt, hefði þurft að gera auglýsingar.

(BS) – auglýsingar voru ekki leyfðar.

(Rúnar) varðandi Magnús, mér finnst of mikil frekja eins og Leo var að tala um, þú hefðir sjálfur átt að auglýsa. Svo þarftu að koma upp á svið með athugasemdir, ekki tala úr sætinu.

(BS), auðvitað styðjum við döff fyrirtæki, en Döff félag stýrir ekki Deaf Academia, ákvarðanir eru teknar annars staðar með hvernig megi auglýsa og svoleiðis.

(JN), varðandi döff börn, mér finnst vanta meira prógram og baráttu fyrir döff börn, foreldrar geta ekki staðið ein í baráttunni, puttalinganir og litlu puttalingarnir ættu að sameinast FH og foreldrafélaginu líka og berjast fyrir framtíð döff barna, nú eru kannski 10-12 döff börn og þau þurfa framtíð. Mín tilllaga er að sameina þessi félög.

(BS) þetta er mikilvægt málefni sem við ræðum líka í Noregi.

(HDE) takk Jevgenija fyrir þetta, við erum að byrja með foreldraspall 4. júní, allir sem eiga táknmálstalandi börn eru velkomnir og þar vona ég að allt byrji að rúlla og fara af stað.

(BS) flott er, frábært framtak, þetta er alþjóðlegt mál sem er rætt alls staðar.

Sindri vill koma upp – en hann verður að ræða við stjórnina um Íþróttafélagið. Ég var búin að loka mælendaskránni, en þið getið rætt við stjórnina.

Takk fyrir mig og ég þarf að rifja upp ÍTM, gangi ykkur vel í nýrri stjórn.

(HDE) bíðið aðeins, takk fyrir góðan aðalfund 2019, takk fyrir góða mætingu, félagið væri ekki til án ykkar, við erum hér fyrir ykkur. Takk fundarstjóri, ég held að þú eigir metið í að klára fund á stuttum tíma.

(BS) ég er strangur kennari.

(HDE) takk Árný fyrir fundargerðina, ég ætla ekki að telja alla upp sem undirbjuggu þetta. Hjartans þakkir til Önnu Jónu og Diddu sem hafa setið í stjórn og ausið af visku sinni til okkar. Unnið mjög dýrmætt starf og ég hlakka til áframhaldandi samvinnu í gegnum 55+.

Ég óska 2 nýjum stjórnarmeðlimum, Eyrúnu og Uldis velkomin inn í stjórnina, takk fyrir Guðrún að taka á móti fólkinu, takk. Síðast en ekki síst, takk til Jose sem undirbjó matinn og aðalfundi 2019 er slitið kl 18:40.

Að lokum vil ég nota tækifærið og benda á að í skýrslu stjórnar var talað um stefnumótun, því verður vinnustofa næsta mánudag kl 17-20:30, starfsfólk hefur unnið mikið með fleiri aðilum að stykleikum FH, hvað þarf að laga, hver eru mikilvægustu baráttumálin og á mánudag förum við yfir þessi atriði, veljum úr og röðum í forgang. Ef þið hafið áhug á að taka þátt, vinsamlegast sendið mér póst og ég svara með frekari upplýsingum.

Takk.