Félagsfundur

Félagsfundur sem var haldinn 29. júní 2016. 

Félagsfundur

29. júní 2016, Reykjavík
Félag heyrnarlausra 

Dagskrá fundarins:

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður bauð félagsmönnum velkomina á félagsfund og fundurinn hófst kl. 17:01. Guðmundur Ingason var fundastjóri og Gunnar Snær Jónsson og Hjördís Anna Haraldsdóttir fundaritarar. 

1) Ástráður Haraldsson lögmaður Félags heyrnarlausra mun fara yfir minnisblað er snýr að þeim málefnum er hafa verið í fjölmiðlum síðustu vikur.

Ástráður lögmaður útskýrði minnisblað sem hann gerði vegna innanhúsrannsóknar vegna gruns starfsmanns félagsins um mansal. Einnig útskýrði hann hugtakið mansal. Hann upplýsti að rannsókn lögreglu á málinu komi Félagi heyrnarlausra ekkert við. Hann upplýsti einnig að félagið myndi bæta fjártjón rússnesku kvennanna ef krafa kæmi um slíkt. Hann ítrekaði að brotið snéri fyrst og fremst að trúnað í starfi hans gagnvart félaginu. Eins hrósaði hann starfsmanninum fyrir vinnuframlag hans og að félagið hafi brugðist rétt við að senda hann í ótímabundið leyfi strax og málið komst upp. 

Hann benti á að efla þyrfti innra eftirlit með happdrættissölunni og að settar verði vinnureglur varðandi happdrættissölumenn, hvort sem þeir væru erlendir eða íslenskir. Ítrekaði hann mikilvægi þeirrar vinnu þar sem happdrættið er mikilvæg tekjulind í rekstri félagsins.

Nokkrir félagsmenn komu með ábendingarþar sem þeim finnst þurfa að endurskoða vinnureglur varðandi sölu happdrættisins eins og verklagsreglur.  Spurt var hvort hagsmunaárekstur hafi átt sér stað með að starfsmaður skuli selja happdrætti en það taldi Ástráður ekki þar sem sú regla tengist ekki sölu happdrættisins, heldur sé veri að selja vörur til félagsins þar sem starfsmaðurinn kemur að beggja megin borðsins.

Ástráður yfirgaf salinn kl. 17:55. 

2) Formaður félagsins, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir ræða næstu skref hjá félaginu og hvernig tekið verði á ímyndarmálum. 

Hún þakkaði Ástráð fyrir að upplýsa niðurstöðu innanhúsarannsóknarinnar og sagði að stjórnin hafði samband við Aton ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfði sig í ráðgjöf og aðstoð við hagsmunagæslu og skipulagða upplýsingamiðlun. Í ágúst verður farið í algera endurskoðun, skipulag starfsemis félagsins og hvernig það verður gert. Líklegast þarf að skera niður starfsemi félagsins og Heiðdís vonar að félagsmenn sýni þeim traust og þolinmæði að gera allt best fyrir félagið til að ná sem bestum árangri að nýju og byggja upp jákvæða ímynd félagsins.

Félagsmennirnir voru sáttir og Heiðdís Dögg þakkaði fundastjóranum fyrir að stýra fundann og fundariturunum. Fundinum var slitið kl. 18:07.