Fundagerð stjórnar

Stjórnarfundur 15. júní 2023 kl. 16:00

Stjórnarfundur Fh

15.júni 2023 kl.16-18.

Boðaðir til fundar eru stjórn Fh, varameðstjórnendur og framkvæmdastjóri.

Mættir: Heiðdís, Uldis, Eyrún, Þórður, Berglind, Anna Lauga og Hanna Lára

  1. Skýrsla formanns

  • stöðuskýrsla baráttumála

sjá skjal neðar

  • DNR

Ísland með formennsku DNR til 2026. Í því felst að kalla fulltrúa DNR á fund 2x á ári og oftar eftir þörfum, setja saman fundardagskrá, stýra fundum, halda utan um fundargögn og fundargerðir, fylgja eftir stefnumótun/strategi plan og vera tengiliður DNR utan á við eins og þörf er. Næsti fundur er í miðja nóvember og í Svíþjóð.

  • EUD

Aðalfundur í lok maí á hverju ári, fylgjast með heimasíðu EUD þar sem hægt er að nálgast stöðuskýrslur um ýmis málefni, helstu verkefni EUD, netfundi og netfræðslur.

  • WFD, taka til umræðu um kosningu t.d fána og fulltrúa í stjórn WFD.

  • Málstefna ÍTM, er núna inni á borði hjá ráðherra. Búið að fara í gegnum samráðsgátt. Verið að skoða kostnaðarliði málstefnunnar.

  • Lög um SHH, enn í vinnslu.

  • Málnefnd, Árni Ingi Jóhannesson fulltrúi Fh í málnefnd.

  • ÖBÍ: aðalfundur 6.okt 16-20 og 7.okt 10-17.

  • Aðalfundir Fh og nú vegna breytinga á laga Fh að hafa málþing vorið 2024 þema?

  • Fundir hjá stjórn Fh og samskipti t.d fundir c.a 6-8 vikna fresti, samskipti í gegnum mail og messenger en svo þarf að taka þessi mál á stjórnarfundi og færa til bókunnar. Einhverjar óskir um tímasetningar eða fyrirkomulag?

1. Skýrsla formanns:

  1. Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna mat TR á örorku.

  • Málinu lokið, búið að upplýsa félagsmenn og ÖBÍ (þeir höfðu mikil áhuga á þessu máli).

2. Félagslegi sjóðurinn -Túlkun í daglegu lífi

  • Málið enn í vinnslu, maí 2023 SHH hafnaði beiðni um endurgreiðslu. Málið komið inn á borð hjá lögfræðingi Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Væntum svars og niðurstaðna frá ráðuneytinu ágúst 2023.

  1. Lagabreytingar

  • Lög Félags heyrnarlausra, breytingar á aðalfundi 11. maí 2023. Búið að yfirfara og koma því á heimasíðu félagsins. Helstu breytingar eru aldursviðmið 60 hækkað upp í 65, aðalfundur á tveggja ára fresti í stað árlega og á milli verði málþing, kjörtímabíl kjörna fulltrúa í stjórn verði 4 ár í stað 2 ár.

  1. Aðgengi Döff að vinnumarkaði

  • Fundur með Katrínu og lögfræðingi desember 2022. Félagið setti saman greinargerð og minnisblað um túlkun í atvinnulífi á norðurlöndum eftir að hafa fengið gögn frá systurfélögum í norðurlöndum. Karólína og lögfræðingur forsætisráðuneytisins vinna að úrlausnum lagalega séð. Umræða hefur komið að skoða landsáætlun SÞ en félagið og lögfræðingur sammála að vinna áfram með því að tryggja rétt til túlkunar í atvinnulífi eins og lög um réttindi sjúklinga og túlkun í skólakerfinu.

  • Félagið búið að gera útreikninga sem sýnir hagnað ríkissjóðs að hafa döff með fulla starfsgetu á vinnumarkaði með túlk versus að vera á óvirkur á vinnumarkaði og á bótum.

  1. Túlkaþjónusta á Íslandi

  • Pallborðsumræður nóvember og umræðufundur ársbyrjun 2023.

  • Fundurinn sýndi þörf á að ræða þessi málefni meira innan notendahópsins og að afmarka umræðuefnið betur svo fókusinn haldist skýr.
  • Þarf að vinna betur með öryggi neyðartúlkunnar, sjá greinargerð frá 4.desember 2019 og vinna með að tryggja bakvaktir. Tryggja þarf að túlkar sem taka bakvaktir geti sinnt starfinu. (einkarekin fyrirtæki eingöngu með verktaka, skoða kosti og galla).

  • Félagslegi sjóðurinn, félagið er með prófmál í keyrslu og málið núna hjá lögfræðingi ráðuneytisins. Viljum tryggja að ríkið fari ekki að nýta sér útboð á túlkaverkefnum sbr. Dk, Finnlandi og Noregi. Gæta þarf jafnræðis og aðgengi t.d ekki að stofnaður verði nýr sjóður þar sem döff þarf að sækja um hverju sinni.

Dómsmálaráðuneytið er yfir Neyðarlínunni, Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með málaflokkinn. Er ekki vilji innan SHH til að taka þetta áfram? Einkarekin túlkafyrirtæki, líkt og Túlkun og Tal eru pottþétt til í að vinna að þessu þar sem þau eru bara með verktaka á sínum snærum, enga starfsmenn. Verktakar eru ekki reiðubúnir að ganga ólaunaðar vaktir og því eru þau ekki að sinna þessu verkefni líkt og gert var ráð fyrir í upphafi. Byrjunin væri kannski að heyra í SHH og ræða við Kríu um hvort ástæða sé til að taka aftur upp samtalið við Neyðarlínuna.

  1. Myndsímatúlkun

  • ítrekunarbréf við ítrekunarbréfi 22.júni ´22 og önnur ítrekunarbréf 21.sept ´22.

Lítill sem enginn vilji hjá ráðuneytinu að leysa þennan ,,einfalda” hnút.

  1. Sólborg

  • kæra vegna táknmálsumhverfis og þjónustu á ÍTM. Úrskurður birtur í janúar, ekki sá sem við vildum sjá en staðfesti jafntframt tvennt: eitt er að leikskólum ber skylda að veita þjónustu á ÍTM og hitt er að nægilegt er að þjónustan sé veitt að forminu til en ekki hvernig/gæðin/eftirlit.

  • Ábending frá Sólborg og fundur í kjölfar vegna forgansröðun barna á leikskóla í Reykjavík. Í svörum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kom í ljós að döff börn ættu ekki rétt á frekari forgang en önnur forgangsbörn á Sólborg samkvæmt reglum um forgang. Búið að senda bréf og benda á stöðu ÍTM barna og að Sólborg er eini leikskólinn á landsvísu sem er með ÍTM í sínu leikskólastarfi. Þurfum að fylgja þessu eftir ef upp kemur sú staða að ÍTM/Döff barn fær ekki forgang á Sóborg.

  1. Textun

  • spurning að fá aftur fund með ráðuneyti og fulltrúum RÚV og fylgja verkefninu eftir sem var byrjað í febrúar 2020? Aðgengisnefnd RÚV er ekki að virka.

  • umsögn sent á Nefnda- og greiningarsvið Alþingis 10.maí 2023 vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (EES reglur, hljóð- og myndmiðlun o.fl.).

  • Athuga með stutta fræðslu um notkun á texta og aðgengi t.d mísvítandi skilaboð varðandi streymisveitur og að kalla eftir texta (AppleTv, Síminn, Vodafone, horft á í gegnum netið).

Athugasemdir við skýrslu formanns:

2. Senda eigi bréf til SHH og fá staðfest að til sé sjóður sem eyrnamerktur sé til félagslegrar túlkunar endurgjaldslaust. Berglind vill B-plan fyrir félagslegan sjóð og Hanna Lára sendir út samskipti sín við SHH varðandi túlkasjóð SHH. Anna Lauga kom með tillögu að 1% af tekjum happdrættissölu færi í túlkasjóð.

5. Hugmyndir ræddar um nýjan túlkasjóð ræddur og nýjar tillögur um sjóð sem sækja skuli í hugnast ekki og skapi hátt flækjustig í aðgengi að sjóðnum. Finna þarf aðrar lausnir varðandi úthlutun/nýtingu hans. Þórður spyr um fjölda menntaðra túlka á Íslandi og hver atvinnustaða þeirra sé. Heiðdís segir ekki skort á túlkum en lagaumhverfið hamli aukin verkefni túlka.

Formaður upplýsti um kosningar og aðrar tillögur á aðalfundi WFD í Kóreu en Uldis og Eyrún verða fulltrúar Íslands á fundinum. Stjórn ræddi og lagði fram tillögur að útliti fána og hverjir framboðskandidata væri skynsamlegast að kjósa. Efla eigi hlut kvenna og fjölþjóðlegri stjórnarmenn mikilvægir við kosningu þeirra í ár.

Formaður kynnti tillögur Frakka sem verður lagður fram á fundinum sem tryggja eigi betur „réttindi döff barna“ við góðar undirtektir stjórnarinnar.

3 Lönd hafa boðið sig til að halda aðalfund WFD 2027 en þau eru Nígería, Noregur og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Aðalfundur ÖBÍ verður 6 og 7 október. Fulltrúar FH verða Berglind og Anna Lauga.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Skýrsla framkvæmdastjóra

15.06.2023

Vorhappdrætti 2023:

Sala vorhappdrættis 2023 gekk mjög vel og náðist salan rétt yfir 15.000 miða sem er sjaldan að náist, sérstaklega í vorhappdrætti þar sem páskar og fjöldi frídaga skemma fyrir. 3 úkraínskir sölumenn stóðu sig mjög vel.

Leyfi til að reka stoð- og stuðningsþjónustu:

Nýleg stofnun sem kallast GEV(Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála) skyldaði Félag heyrnarlausra til að sækja um leyfi til reksturs stoð- og stuðningsþjónustu í ljósi umfangs og þjónustu sem félagið veitir. Mjög strangt ferli var farið í umsókninni, allt frá hverjum starfsmanni og hlutverki hans, hlutverki félagsins og sérstöðu og ströngu eftirliti og sakaskrá 10 ár aftur skoðuð hjá framkvæmdastjóra félagsins. Umsóknin er komin í gegn og lít svo á að þetta sé viðurkenning og styrkur fyrir félagið að hafa. Leyfið gildir til 29. maí 2028.

Fjárhagsstaða félagsins:

Staða félagsins og sjóða þess er sterk eins og birtist í ársreikningi. Skv. rekstraráætlun sem stjórnin fékk seint í vetur fyrir árið 2023 lítur það vel út rekstrarlega.

Verkefnastaða starfsfólks:

Verkefnastaða starfsfólksins er góð og allir meðvitaðir og virkir um hlutverk sín. Enn á eftir að koma reynsla á að vinna fjarvinnu með Sindra á milli landa en hann er á fullu í þýðingum barnabóka yfir á ÍTM. Málefni flóttafólks er hlaðið verkefnum og gengur vel að vinna úr þeim.

Fundur með Iceland Travel:

Framkvæmdastjóri átti fund með fulltrúum Iceland Travel til að ræða mögulegt samstarf í undirbúningi og skipulagningu móts aldraða á Íslandi 2025 og Norrænu menningarhátíðarinnar 2026.

Sumarlokun Félags heyrnarlausra:

Félagið er lokað vegna sumarleyfa frá 28. Júní til 8. ágúst

Athugasemdir við skýrslu framkvæmdastjóra:

Tillaga lögð fram að kynna leyfi GEV á heimasíðu fyrir félagsmönnum. Skýrsla samþykkt.

3. Önnur mál:

-Berglind óskar eftir því að sett verði upp fyrirlestrarröð fyrir félagsmenn. Tillagan verði skoðuð eftir sumarfrí

Óskir komu fram að efla virkni heimasíðunnar deaf.is og hafa hana meira lifandi á ÍTM og með efni frá öðrum löndum. Þá má setja hlekk inn á heimasíðuna sem vísar á fésbókar og Instagramsíu félagsins. Framkvæmdastjóri gengur í þau mál.

Fundi lokið kl. 18.00