Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 4. Mars 2019

Stjórnarfundur 4. Mars 2019 Kl. 16.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg, Anna Jóna

Ritari: Daði

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð undirrituð án athugasemda

2. Skýrsla formanns

Samþykkt en formaður skýrir nánar innihald í sundurliðuðum efnisatriðum skv dagskrá fundargerðar.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

Skýrsla framkvæmdastjóra.

5) Vegna anna er starfsmannahittingur færður til síðar.

6) Dotti með tillögu að útbúa tilboð á túlkaða Norðurljósasýningu í Perlunni

4. Upplýsingar um stefnumótun

Formaður kynnti vinnuna með Expectus stefnumótunarfyrirtækinu og stöðuð hennar. Formaður biðlar til stjórnarmanna að sjá fyrir sér starfsemi og samsetningu FH á næstu 5 og svo 10 árum.

5. DNR, DNUR og NTN 14.-17.febrúar

DN(U)R fundur á Íslandi. Stjórn leitaði fulltrúa Íslendinga á DNUR fundinn og fékkst Arnold til að mæta sem fulltrúi Íslands.

6. EUD 16.-19.maí

Mikilvægt að Hjördís fari sem fulltrúi Íslands á EUD fundinn í maí þar sem hún er í framboði til stjórnar WFD og mikilvægt að kynna hana á stórum fundum sem EUD. Stjórn samþykkti Heiðdísi og Hjördísi sem fulltrúa Íslands á fundinn.

7. WFD GA 20.-22.júlí

Aðalfundur WFD. Hjördís tilnefnd sem fulltrúi Íslands af hálfu FH. Lagt til að Heiðdís fari einnig á fundinn enda um marga fundarliði á dagskrá aðalfundarins. Stjórn samþykkti einróma.

8 .Fréttir Tv

Tillögur lagðar fram að hafa TVfréttir einu sinni í viku. Mikill tími fer í vinnslu fréttatímanna svo ört að það truflar aðra starfsemi FH. Tillaga nefnd að hafa umræðukvöld meðal félagsmanna og skoða breytingar á útfærslu táknmálsfrétta sem hafa verið með sama sniði í 40 ár.

9. Aðalfundur 23.maí

Formaður lagði til að tilnefna Berglindi Stefánsdóttur sem fundarstjóra og Árný Guðmundsdóttur sem ritara. Samþykkt einróma og gengur Heiðdís formaður í verkið.

10. Amælishátíð Fh 11.febrúar 2020

Birt var vinnuplagg sem formaður og framkvæmdastjóri unnu tillögur að dagskrá 60 ára afmælis FH. Stjórnarmenn skoða og koma með tillögur.

11. CODA – fræðslupakki

Vantar sárlega CODA kynningarefni á prenti á Íslandi. Formaður kynnti norskt upplýsingaefni um CODA sem gaman væri að vinna eftir og setja á íslensku. Fá Sólborg og Regínu deildastjóra með í verkefnið. Formaður ætlar að hafa samband við CODA samtökin í Noregi og fá leyfi til að nota gögn úr bæklingnum.

12. Kennsla í íslensku táknmáli – aðalnámskrá. 

Það hefur verið í skoðun hjá félaginu aðgengi að námi í íslensku táknmáli í grunn- og framhaldskólum fyrir börn og ungmenni sem hafa íslenskt táknmál sem fyrsta eða annað tungumál eða eru tvítyngd. Svör hafa borist frá SHH að setja saman námsefni um íslenskt táknmál fyrir þau börn samkvæmt aðalnámskránni. Er enn í vinnslu, félagið fylgist með framvindu mála.

13. Önnur mál

a. Ræddar voru ástæður þess að ekki voru birtar dánarfregnir döff félagsmanna í döffblaðinu. Persónuverndarlög heimila ekki almenna birtingu eins og áður og þarf heimild nánasta aðstandanda til að nöfn séu birt. Þórður ritstjóri Döffblaðsins mun ganga í verkið og kynna sér og sækja heimild til birtinga slíkra fregna. Skiptar skoðanir eru einnig um hvort birta eigi slíkt í miðlum eins og Döffblaðinu en ritstjóra gefið frelsi til að skoða þessi mál betur.

b.Karólína Finnbjörnsdóttir er nýr lögmaður félagsins. Hún er mjög fylgin sér og vinnur vandlega málin sem hún tekur að sér. Hún sendi félaginu 3 tilboð um samstarf og var samþykkt að taka tilboði 3 sem gefur fastan afslátt af allri vinnu sem hún tekur sér fyrir. Formaður fékk einróma samþykki stjórnar fyrir samstarfi við Foss lögmenn, en það heitir stofan hennar.

c.Döff 55+ halda almennan kynningafund þ. 21 mars vegna sumarmóts aldraðra í Danmörku í sumar. Á fundinum verða skoðaðir möguleikar á styrktarumsóknum til að lækka útgjöld þátttakenda.

d. Reikningur kominn frá alþjóða íþróttasambandi döff fyrir árið 2019. Engin virkni er frá Íslandi í samstarfi við ICSD en ákveðið var að stjórnin greiddi árgjaldið og taka upp á aðalfundi hvort halda eigi samstarfi áfram við alþjóða íþróttasambandið?

Fylgjiskjal

Skýrsla framkvæmdastjóra 4. mars 2019

1. Happdrættið farið af stað og byrjar vel. Ný hönnun happdrættismiða virðist fá góð viðbrögð, að vísu kvartað yfir að verðið sjáist ekki nægilega vel. Lögum fyrir haustið.

2. Rekstraráætlun FH 2019 liggur ekki enn fyrir þar sem félagsmálaráðuneytið hefur ekki birt styrki sína til stofnana og fyrirtækja í ár. Ef óbreytt þá lítur árið ágætlega út. Breytingar á tímasetningu happdrættissölu flýtt um hátt í mánuð til að vera tímanlega, sérstaklega í haust svo ekki lendi saman sala á Þroskahjálpardagatölum með döff sölumönnum.

3. Enn vandamál með neyðarappið 112. Apple mjög tregir til að hleypa svona appi inn en ný uppfærsla frá Samsýn var hafnað af Iphone. Spurning um tíma. Þá hefur félagsmaður óskað eftir kennslu á appið. Spurning að bjóða upp á námskeið eða að félagsmenn geti komið á föstudögum þegar kaffisala er og við starfsfólk, eins og höfum aðstoðað með kennum fólki á appið.

4. Þurfum að taka stöðu með starfshlutverk Bubba í vor. Eftirspurn eftir einstaklingsþjónustu ekki mikil en mjög góð mæting í eldra starfið í Gerðubergi.

5. 17. mars er staff og stjórnarhittingur. Farið á Reykjavík Escape í hádeginu og út að borða á eftir. Hittingur í Borgartúni 6 (Escape) kl. 11.50.

6. Ræða í öðrum málum innihald hugmyndavinnunnar vegna 60 ára afmælisins -sjá skjal.