Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 3. október 2017

Stjórnarfundur 3. október 2017 - kl. 16:00

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Ingibjörg, Nathaniel og  Hanna Lára
Ritari: Daði

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla formanns

Málnefnd um ÍTM
Fundur í lok ágúst og aftur 20.sept. Tveir fulltrúar fóru á Noræna ráðstefnu í Árósum í Dk, og á fund málnefnda táknmálsins á norðurlöndum. Umræður um helstu verkefni málnefndar, á næstunni er það meðal annars að bjóða fulltrúum helstu stofnanna og samtaka sem vinna með málefni tákn málsins og heyrnarlausa og heyrnarskerta.  T.d Skóla- og frístundasvið Rvk, samband íslenskra sveitarfélaga, HTÍ, formann starfshóps vegna málefna HTÍ og fleiri og er markmiðið að kynna starfsemi málnefndar, fá upplýsingar hvað þessir stofnanir gera fyrir ÍTM með hliðsjón af lögum nr. 61/2011.   Rætt um Dag ÍTM, hugmyndir um sjónvarpið sem þema svo sem sjónvarp fyrir alla, á eftir að skipa vinnuhóp til að vinna að undirbúningi 11.febrúar 2018.

DAC 2019
Fulltrúi Fh og SHH fóru á DAC2017 í Kaupmannahöfn til að sjá ráðstefnuna, sjá hvernig skipulagning væri og fá sambönd vegna undirbúnings DAC2019 sem verður á Íslandi. Samkvæmt Academic comittee þá mega bara döff koma að undirbúningsvinnu og vinnu vegna ráðstefnunnar, ásamt þátttakendum. Búið að útbúa verkefnaplan, á eftir að búa til verkefnaáætlun þar sem verkefnum verður skipt á milli OC (þá sem skipuleggja ráðstefnuna ÍSL), AG (Advisor group) og AC (Academic comittee).  Júlía og Heiðdís komar í gott samband við AG og AC.

Baráttumál
Búið að fá svör frá Ástráði vegna málefna tveggja einstaklinga sem fá ekki liðveislu vegna búsetu þeirra á stofnun. Stjórnin þarf að taka afstöðu hvort úrræðið væri að kæra að nýju til úrskurðarnefndar og svo eftir atvikum fara með það fyrir dóm. 

PFS, bíður ákvörðunnar nefndarinnar (úrskurðarnefndar) um endurupptöku. Spurning hvort félagið sendi ítrekun á nefndinni um að afgreiða, ef ekki þá umboðsmann alþingis.

Textunarfrumvarp, enn inná þingi.

Drög að túlkunarfrumvarp, í vinnslu. Ósk formanns félagsins að fá fleiri álit og kynna það fyrir félagsmönnum áður en frumvarpið verður lagt fyrir á þingi.

Atvinnumál, heilsíðuauglýsng í lok september, í vinnslu að búa til infographic með upplýsingum um ávinning ríkisins og þjóðarinnar að hafa döff með atvinnitúlk í atvinnu.

Foreldri óskaði eftir áliti vegna barns í 7./8.bekk. varaformaður upplýstur um málið, formaður biður um leyfi til að sitja hjá vegna tengsla. Búið að fá álit hjá lögfræðingi sem var að réttur barnsins í þessu tilviki væri ekki ljós. Dómar sem hafa að undanförnu hjálpa ekkki mikið til að átta sig á þessari afstöðu. Þannig eru mál systranna svolítið annað. Lögfræðingi finnst hins vegar (þekkjandi stöðu barnsins) afar spennandi að skoða hvort ekki er hægt að setja fram dómkröfur fyrir barnið. Spurningin er líka, hver er til í að standa að málrekstri. 

- Stjórn styður að nýju stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar um málefni til liðveislu döff aldraðra á öldrunarheimilum.

- Einnig lagt til að láta Ástráð Haraldsson lögmann félagsins senda ítrekun á svör frá PFS.

- Leita þarf fleiri álitsgjafa á mál ef varðar túlkun einstaklings í frímínutum í grunnskóla. Mögulega óheppilegt að keyra þetta mál á grunnskóla samhliða baráttu félagsins fyrir aukinni þýðingu námsefnis yfir á táknmál.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

1. Legg til að 400 þúsund krónur verði lagt í barnastarf fram til maíloka 2018. Fjármagn notað í samstarfi við Siggu Völu á barnastarfinu

2. Sala happdrættis gengur vel og allt á áætlun. Stefnum á 14-15 þúsund miða sölu í hausthappdrættinu 2017

3. Rekstur ársins nú þegar komið er að loka fjárhagsáætlun er í jafnvægi. Félagið á varasjóð í banka upp á rúma 31 milljón.

4. Rekstrarniðurstaða fyrir árið 2018 er áætluð um 12 milljónir í hagnað(fyrirvari viðgerð á húsnæði) – útgjöld og tekjur kynnt þegar fyrir liggur annar kostnaður ss viðgerðir

5. Áætlaðar viðgerðir á gluggum og gleri væntanlegar – húsfundur á föstudag og kostnaður áætlaður – getur haft áhrif á hagnað félagsins til lækkunar.

6. Verkefnastaða á næstunni: Nú þegar Dagur döff er liðinn þá er stefnan að fara í góða kynningu – tímalínu á atvinnumálum og réttindum – allt frá upphafi starfsferils og til loka með öllu á milli er snýr að réttindum og skyldum vinnuveitenda og starffólks.        Dagur ÍTM þarf líka í undirbúning

Skýrsla framkvæmdastjóra samþykkt án bókaðra athugasemda. 

Ingibjörg Andrésdóttir vék af fundi.

4. Tillaga að breytingum á Bjargarsjóði

Stjórn samþykkti að láta formann koma með tillögu að nýrri skipulagsskrá Bjargarsjóðs sem gefur döff meiri möguleika á að sækja um í sjóðinn. Markmiðið byggist á með breyttri reglugerð aukið aðgengi að gerð menningarefnis á táknmáli.

5. Fundarseta Nate hjá starfshópi vegna HTÍ, stutt skýrsla.

Nathaniel hefur setið tvo fundi þar sem í raun hefur lítið gerst nema þreifingar á hlutverki HTÍ. Stjórnarslit hafa tafið frekari vinnu.

6. Önnur mál

Hanna Lára var fulltrúi FH á ráðstefnu um hjálpartæki. Mjög lítið sem fellur að þörfum döff í þeirri umræðu sem var. Aðeins komið inn á kostnað um heyrnartæki og batterí en kröfur er þar voru ræddar heyra meir undir baráttu Heyrnarhjálpar.

Stjórn samþykkti að láta Gunnar Snæ og Sigríði Völu mæta á aðalfund ÖBÍ þar sem fulltrúar stjórnar verða erlendis á DNR fundi á sama tíma. Samþykkt af stjórn.

Láðst hefur að taka myndir af sitjandi stjórnum og að taka saman stjórnir og formenn síðustu ára og áratugs. Hjördís Anna mun taka að sér að safna heimildum sem birtar verða á heimasíðu félagsins.

Stjórn FH hefur óskað eftir fundi með stjórn Puttalinga eigi síðar en 1. nóvember til að fá hana til að kalla saman deildarfund og kjósa nýja stjórn deildarinnar.

Hjördís Anna sem er tengiliður félagsins við Biskupsstofu upplýsti að umsókn um stöðu prests heyrnarlausra hafi tafist eitthvað og bíður hún svara hvað sé að gerast í þeim efnum.

Fundi slitið kl. 18.00.