Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 20. ágúst 2020

Stjórnarfundur 20 ágúst 2020
Kl. 15.30

Mættir: Heiðdís, Hjördís og Þórður, Eyrún og Uldis
Ritari: Daði
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Skýrsla formanns
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
4. Tillaga frá Lailu 
5. Tillaga kynningarátak Haukur Darri
6. Tillaga formanns um nýtingu á stúdíó og aðgengi
7. Alþjóðavika Döff – sjá efni frá WFD
8. Aðalfundur FH 17. September – umræður
9. Aðalfundur ÖBÍ 2 og 2 október – fulltrúar
10. Önnur mál

1. Samþykkt – óskað var lagfæringar frá síðustu fundargerð þar sem afmá á nafn á persónu vegna máls sem ekki skal birt á fundargerð birtri á heimasíðu.

2. Skýrsla formanns

1. Kæra til kærunefndar jafnréttismála vegna höfnunnar atvinnurekanda á döff atvinnuumsækjanda á atvinnuviðtali komin inn á borð þeirra, bíðum niðurstaðna.

2. Samgönguráðuneytið og myndsímatúlkun, boltinn enn hjá Skúla hjá samgönguráðuneytinu þar sem hann ætlar í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið að setja saman minnisblað fyrir ráðuneytin varðandi myndsímatúlkun. Félagið sendi frá sér í vor umsögn vegna frumvarps til laga um fjarskipti, frumvarpið til laga tekur meðal annars ekki innleidd þau ákvæði úr EECC tilskipuninni frá ESB sem varðar alþjónustu við notendur með sérstakar samfélagslegar þarfir. Ekkert tekið á ákvæðum um ,,relay services“ eða ,,total conversation services“ sem eru þau ákvæði sem snúa að fjartúlkuninni. Málið situr en í nefnd.

3. Fundur með forstöðumanni SHH, formanni Fh og Thor Nielsen frá Svíþjóð í júnilok varðandi MMX sem er fjarskiptasamskiptaþjónusta fyrir alla (communication for all, real-time text and total conversation, accessible public servides and 112 emerency). Thor með reynslu á stjórnsýslunni og EECC tilskipuninni hjá ESB og þær skyldur sem liggja hjá þeim þjóðum sem þurfa að fylgja þessu. Annar fundur verður 24.ágúst þar em við munum kortleggja betur möguleikana á Íslandi t.d að hafa vinnufund með fulltrúum samgönguráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og þá sem koma að EECC. Sjá kortlagningu í vinnuskjali hjá formanni.

4. Vinna að málstefnu um íslenskt táknmál gengur vel, búið að hitta nokkra viðmælendur. Unnið aðeins með málstefnu táknmálsins í Nýja Sjálandi. Stefna að hafa málþing eða samráðsfund með málsamfélaginu í nóvember.

5. Skipun málnefndar um ÍTM hefur ekki enn borist, óskað var eftir upplýsingum hjá félaginu í byrjun ágúst varðandi tilnefningar. Stefna að ýta við hjá ráðuneytinu í byrjun september.

6. Félagið sendi bréf á skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar í júnilok með hvatningu að hafa í huga við ráðningu á skólastjóra að horfa á skýrslu MMRN um nám táknmálstalandi barna og þær úrbætur sem þarf að gera til að nemendur sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta eigi möguleika til náms jafns við aðra nemendur.

7. EUD er búin að skrifa drög að stöðuskýrslu um frelsi og möguleika til flutninga í Evrópu. Lokafrestur til að skila inn athugasemdum er í lok ágúst, WEBINAR fundur verður svo 7.september þar sem rætt verður um skýrsluna.

8. DNR, búið var að skipuleggja í samvinnu við NVC málþing um möguleika og frelsi til flutninga innan norðurlanda fyrir þá sem reiða sig á táknmál til tjáningar og samskipta. Réttur til túlks er misjafn milli landa sem skerðir enn á möguleika og valfrelsi að flytja innan norðurlanda, sem sagt ekki jafnir möguleikir eins og aðrir. Vegna Covid-19 er þetta enn í biðstöðu og ekki búið að tilkynna breytingar, frestun eða annað.

9. Aðalfundur ÖBÍ 2.og 3.október, félagið má senda 3 fulltrúa miðað við félagastærð. Tillaga að formaðurinn Heiðdís, varaformaðurinn Hjördís og framkvæmdastjórinn Daði fari á aðalfund ÖBÍ. - Athugasemdir 9) samþykkt að fulltrúar FH á aðalfundi ÖBÍ verði Heiðdís, Hjördís og Daði.

-í viðbót var samþykkt að stjórn komi með yfirlýsingu á aðalfundi vegna máls félagsmanns er snertir hagsmuni Félags heyrnarlausra en orðalag yfirlýsingarinnar verður útfærð síðar.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Atvinnumál: Laila vill gera könnun meðal atvinnulausra félagsmanna með að fá að hittast á stuttum fundum tengdu – Fólk í atvinnuleit – heyra hvað þau vilja frá FH. Staða döff á atvinnumarkaði versnaði töluvert í vor en undanfarna 2 daga hafa fundist 3 störf fyrir döff og ástand batnað.

Þjónusta: Félagið fór í vor til fundar við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna lausna í félagslegri þjónustu fyrir döff, búsetta á höfuðborgarsvæðinu verði gerð miðlæg og fari fram á táknmáli. Félagið mun beita sér fyrir því að ná þessari þjónustu í gegn. Kópavogsbær hefur gefið grænt ljós á að taka þátt í kostnaði við slíka þjónustu.

Studio og heimasíða : Staðan með studio er í vinnslu þessa dagana eftir að staðan var lögð niður. Eftir fund með Leszek er framkvæmdastjóri bjartsýnn á að hægt verði að semja við hann í verktakavinnu við upptökur en innanhúss þarf starfsfólkið að fínpússa innra starf og halda upplýsingagáttinni á heimasíðunni og facebook opinni og virkri.

Dagur Döff: Framkvæmdastjóri bíður svara frá Siggu Völu með hvort appið verði ekki tilbúið til opinberunar kringum dag döff í lok september. Svar ekki borist en málið verður unnið til fullnustu.

Félagsmál: Kaffisala er í vinnslu hjá Guðrúnu á skrifstofu. Tillaga var að halda kaffisölu hjá deildunum opinni til 17 í stað 16 og sjá hvort fleiri sjái sér fært eða vilji mæta eftir vinnu.

Happdrættissala: Happdrættissala hefst helgina 28 ágúst. Erlendir sölumenn eru væntanlegir á sunnudaginn 23. ágúst og fara beint í 5 daga sóttkví. Í framhaldi af því hefst sala vonandi á fullum gangi. Mesta hættan er að flugi verði aflýst á sunnudag vegna breytinga á sóttvarnalögum og þarf þá að meta stöðuna í framhaldi af því. Skýrsla samþykkt. Stjórn óskaði þó að fá reglulegar upplýsingar frá framkvæmdastjóra um ferð sölumannanna og allt fari skv óskum. Skal það gert.

4. Stjórn samþykkti aðgerðartillögur til handa atvinnulausum og fagnar frumkvæði starfmanns vegna vinnumarkaðsúrræða.

5. Stjórn samþykktir að formaður hitti Darra og fái nánari kynningu á verkefninu og með hvaða hætti Darri hugsar að FH komi að verkefninu.

6. Hugmynd var lögð fram að kynna studíóið fyrir tækniskóla unga fólksins og mögulega fá þá að verkefninu. Sömuleiðis að kynna studioið fyrir félagsmönnum sem það vilja nota til framleiðslu á döff efni. Daði og Heiðdís skoða.

7. Alþjóðavika Döff í lok September hefur sjö mismunandi þemu skv dagskrá WFD. Stærsti viðburður hér er að gefa ÍTM appið til þjóðarinnar og nýta skjalið um stuðning við döff sem undirritað var af forseta og fleirum í febrúar. Formaður sendir stjórn tillögu að dagskrá og aðal markmiðum FH kringum viðburðinn.

8. Ákveðið hefur verið að biðja Bettý að taka að sér fundarstjórnun skv síðustu fundargerð. Huga þarf vel að 2ja metra reglu og ákvæðum um samkomutakmarkanir sem framkvæmdastjóri og starfsfólk mun undirbúa fyrir fundinn. 15. September verður fundur með endurskoðanda félagsins og farið yfir ársreikning félagsins til tveggja ára.

9. Heiðdís, Hjördís og Daði munu fara sem fulltrúar FH á aðalfund ÖBÍ.

10. Önnur mál:

-Ritstjóri Döffblaðsins fyrir útgáfuna í febrúar 2020 segir efnisöflun í blaðið ganga vel.

Fundi slitið kl. 17.30