Fundargerð stjórnar

Stjórnarfundur 19. september 2023 kl. 16:00

  1. Skýrsla formanns
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra
  3. Bréf/Tillaga frá Mordekaí
  4. Dagur ÍTM og afmæli Fh - setja af stað hugmyndavinnu
  5. Önnur mál


1.Skýrsla formanns

  • Framboðskynningar til formanns ÖBÍ. Alma Ýr Ingólfsdóttir sem er lögfræðingur hjá ÖBÍ og hefur starfað þér í 7 ár. Rósa María Hjörvarsdóttir sem er stundakennari í HÍ, hefur verið varaformaður Blindrafélags og unnið í ýmsum baráttummálum.

  • Frumvarp til fjárlaga 2024 liggur fyrir, sjá frétt á stjórnartíðindi þar sem upp kemur að gert er ráð fyrir 45 m.kr verði varið í málstefnu ÍTM og aðgerðaráætlun en í því er líka gert að af þessari upphæð verði 7,5 m.kr nýtt í nýja sjóð um túlkun í daglegu lífi. Formaður hefur áhyggjur af því hvort reglugerð fylgir þessum nýja sjóð og eins hvernig umsýslu verður háttað. Málstefna ÍTM hefur ekki verið samþykkt á þingi en líklega mál sem málnefnd um ÍTM mun skoða. Fundur með forstöðustýru SHH þar sem formaður fékk að heyra afstöðu SHH gagnvart frumvarpinu. Tillaga að senda bréf á ráðuneytið í samvinnu með lögfræðingi þar sem þessar athugasemdir verða rakin upp ef stjórn samþykkir.

  • Fundur vegna undirbúnings á DNR funds í nóvember í Stokkhólmi. Fulltrúar DNR taki fyrst þátt í NTN seminar fundi þar sem rætt verður um möguleika á gagnaöflun á fjölda táknmálshafa í Norðurlöndum, fyrir hvern þessar tölfræðiupplýsingar eru og hvernig má nýta sér þessar upplýsingar í hagsmunabaráttu.

  • Búið að þýða yfirlýsingu WFD um réttindi döff barna, búið að útbúa veggspjöld fyrir Sólborg, Hlíðaskóla, SHH, HTÍ. Auglýsa á FB síðu og IG Fh.

  • Fundur með framkvæmdastjóra þar sem farið var yfir verkefnastöðu Fh og verkefni sem óskað er eftir að sinna og tillögur skoðaðar með það í huga.

  • Væntanlegur fundur með Hugsmiðju vegna heimasíðu Fh og kerfisbreytingar s.s að færa yfir á stafrænt kerfi.

Athugasemdir við skýrslu formanns:

  • Fulltrúar stjórnar sem sitja aðalfund ÖBÍ og kosningu nýs formanns þar hafa fullt umboð stjórnar að kjósa þann formann sem álitlegastur þykir.

  • Stjórnin samþykkti að gefa formanni umboð til að fylgja eftir frumvarpi til fjárlaga varðandi aukafjárveitingu til SHH með lögmanni félagsins og koma athugasemdum varðandi fjárlögin til menntamálaráðuneytisins.

  • Skýrslan formanns samþykkt.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

1. Starfsmannaáætlun – tillaga vegna ársins 2024 sjá fylgiskjal #1

- Mordekaí og Sindri með ráðningasamninga til áramóta umræða.

2. Alþjóðavika döff föstudag – dagskrá tilbúin og mönnuð

3. Staða happdrættis – sala komin á fullt en erfitt hefur reynst að finna gistingu út á landi vegna álags ferðaþjónustunnar og íslendinga í sumarhús ennþá.

4. Tillaga að skoða samstarfsverkefni með sveitarfélögum að bjóða upp á stuttar kynningar um döff og táknmál í skólum. Hægt að líkja kynningum við kynningar sem Samtökin 78 eru með í skólum.

5. Ekko sáttmáli í undirbúningi fyrir FH – Ekko er sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi og viðbrögð stjórnenda að bregðast við ef slíkt kemur upp og sýna gott fordæmi sem slíkur og styðjandi með góðri viðbragðsáætlun. Hafa ber í huga að þessi áætlun á líka við um ofbeldi af hálfu utanaðkomandi félagsmanna.

6. Fyrirspurn hefur komið um hvort félagið bjóði salinn til leigu á fyrir ´64 kynslóðina sem halda upp á 60 ára afmælið sitt. -álit stjórnar og hvort réttlætanlegt?

7. Undirritun trúnaðarsamkomulags vegna setu í stjórn.

Athugasemdir við skýrslu framkvæmdastjóra:

2.1 Vegna kynningar framkvæmdastjóra varðandi tillögur um starfsmannaáætlun óskaði formaður eftir því að sitja hjá umræðunni og kosningunni um ráðningu Hjördísar til að gæta hlutleysis í umræðunni. Samþykkti stjórn komandi hlutverk og ráðningu Hjördísar. Umræða skapaðist um framhald ráðningasamninga við Mordekaí og Sindra og verður málið tekið upp að nýju og rætt á næsta stjórnarfundi.

2.4 Stjórn samþykkti að gerð yrði kynningarefni um döff og táknmál sem yrði farið með í kynningar í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.

2.5 Stjórn samþykkti að félagið vinni að Ekko sáttmálanum.

2.6 Stjórn vísar til fyrri ákvörðunar um útleigu á salnum og því verður hann ekki leigður út til veisluhalda.

2.7 stjórn undirritaði trúnaðarsamkomulag við FH vegna setu í stjórn félagsins.

3. Bréf/tillaga frá Mordekaí:

Mordekaí lagði fram tvö erindi i videoupptöku. Mordekaí upplýsir stjórn um beiðni frá daufblindrafélagi í Þýskalandi hvort Félag heyrnarlausra gæti tekið þátt í evrópuverkefni sem gerir daufblindum kleift að hafa mót. Samkvæmt þeim var reynt að fá svör frá Fjólu en engin svör bárust. Stjórnin samþykkti að ekki væri hlutverk Félags heyrnarlausra að koma með inngrip í starfsemi annarra hagsmunafélaga án beiðni frá þeim. Var tillögunni vísað frá.

Seinni tillagan var að fara með döff börn og gróðursetja döff lundinn í Heiðmörk. Stjórnin féllst á að styðja verkefnið með kaupum á trjám í samráði við SHH þegar þar að kæmi en málið væri í höndum SHH að ákveða tímasetningu.

4. Dagur ÍTM og afmæli Fh - setja af stað hugmyndavinnu:

Formaður bað stjórnarmenn að setja höfuðið í bleyti með tillögur að dagskrá afmælis FH og dags ÍTM 11. Febrúar næstkomandi. Tíminn líður hratt og gott að hefja undirbúning fljótlega.

5. Önnur mál:

- Tillaga samþykkt að í fundargerð sé skráð að stjórnin „samþykki“ tillögur sem lagðar eru fram en ekki að skráð sé „engar athugasemdir“ við málið.

- Stjórnarmenn skipti sín á milli að setja fram fundargerðir stjórnar á táknmál til að auka aðgengi döff að fundargerðunum.

- Stjórn óskaði eftir upplýsingum um laun framkvæmdastjóra sem voru birt. Ekki voru gerðar athugasemdir við laun framkvæmdastjóra.

- Samþykkt var að kalla til vinnufundar stjórnar og fara dýpra í málefni eins og menningarhátíð á Íslandi 2026. Vinnufundur verður haldinn 10. október frá kl. 16-19.30

- Samþykkt að stjórn þarf að samþykkja fundargerð áður en hún er birt á heimasíðu.

Fylgiskjöl:

Fylgiskjal #1:

Starfsmannamál FH – verkefni næstu misseri – Ný útfærsla á stöðu

Vinna innan FH er hafin varðandi skipun starfsmanna næsta/u misseri skv stefnuskrá stjórnar á stjórnarfundi 22. ágúst 2023. Þar leggur stjórn áherslu á að aukin verði lýðheilsufræðsla fyrir félagsmenn, bæði í formi fyrirlestra og myndbandsefnis. Á sama tíma er lögð áhersla á að þjónustu við döff flóttamenn verði haldið áfram enda mörg mál sem koma inn á borð til ráðgjafa FH í málefnum döff flóttafólks. Hefur verkefnastjóri skrifa skýrslu um starfsemina það sem af er ári og sent inn til ráðuneytisins. Á sama tíma hefur framkvæmdastjóri lagt áherslu á við félagsmálaráðuneytið að verkefninu verði framfylgt út næsta ár enda um töluverðan fjölda flóttafólks enn í landinu.

Framkvæmdastjóri telur farsælt fyrir starfsemi, sett markmið í fræðslumálum og þjónustu Félags heyrnarlausra að tryggja áfram starfskrafta Hjördísar Önnu sem yrðu með fjölbreyttara sniði en nú og sjáum við þessi verkefni á herðum Hjördísar:

-verkefnastjórn í málefnum döff flóttafólks

-stýra greiningarvinnu í málefnum döff aldraðra og döff+

-umsjón með lýðheilsufyrirlestrum, döff námskeið og gerð lýðheilsuefnis í myndformi

-gerð kynningarefnis um döff og táknmál í grunnskóla höfuðborgarsvæðisins

-umsjón með sumarnámskeiði fyrir döff börn(sumar 2024)

-DNUR formennska til 2026 og erlend samskipti við yngri kynslóðir

Önnur helstu verkefni félagsins á komandi misserum sem þarf að efla og halda utan um:

  • Styðja við atvinnuleit, leiðbeina varðandi CV, fræðsla til atvinnurekanda og atvinnuþega. 

Ráðgjöf vegna flóttamanna og nýbúa 

  • Málefni döff flóttamanna, búseta, skóli, vinna, skattur, HMS, viðtöl, aðlagast íslensku samfélagi, fræðsla en þörfin minnkar kannski með tímanum.  

Málefni barna og ungmenna 

  • DNUR formennska, barnamót, unglingamót, æskulýðsmót, NUS, EUDY, WFDYS, skapa vettvang til hittinga, döff fræðslu, samstarf við Hlíðaskóla og félagsmiðstöðvar.  

Upptökur og klipping og táknari 

  • Taka upp, taka við myndefni til klippingar, tákna texta (innlent og erlent). 

  • Málefni Döff+, aldraða og greina þörf, úrræði, fræðslu t.d í Mörkinni, hittinga, koma á samstarfi við Norðurlöndin t.d fyrir döff+.  

  • Fræðslu fyrir félagmenn t.d lýðheilsa, fræðsluerindi skólum, framlínustarfsfólk (sjá greinargerð 112), fræðsluefni og upplýsingar á heimasíðu, fréttir erlendis og innanlands (döff fréttir) 

  • Sjónvarpsefni fyrir sjónvarp og netið - t.d kynning á MBL, RÚV (krakkafréttir, útvarpsfréttir, túlkaðar kvöldfréttir) 

  • Vinasamstarf - heimsóknir t.d Færeyjar og Grænland 

  • Sumarnámskeið fyrr döff börn 2024

  • Döff námskeið - sjá námsefni frá Svíþjóð, virkja óvirka félagsmenn = DEAF POWER 

  • Heimasíðan og samfélagsmiðlar umsjón og virkni 

Fundi slitið kl. 18.40