Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 8. september 2016

Stjórnarfundur 8. september 2016 - Kl. 16.00

Mættir: Heiðdís, Hjördís, Sigríður Vala og Hanna Lára
Ritari: Daði 

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.

Skýrsla formanns  

  • Fundur með umboðsmanni barna, rætt um mikilvægi þess að kanna stöðu barna í grunnskóla sem reiða sig á ÍTM.  Góður og jákvæður fundur, ákveðið að setja saman málefnahóp til að skoða leiðir til að framkvæma könnunina m.t.t spurninga, þess sem framkvæma spurninga og fleira. Stefnt að því að hefja um miðjan október.
  • Fundur með ÖBÍ, HDE og GSJ fóru fyrir hönd Fh, vegna verkefnis sem ÖBÍ er að vinna að – stígvélaátakið s.s ímyndunarherferð og fá þátttöku aðildarfélaga ÖBÍ. Búið að taka upp og er núna í vinnslu hjá teyminu.
  • Fundur með forstöðumanni SHH og formanni Fh, rætt um þrennt. 1. Túlkaþjónustuna og endurgjaldslausa sjóðinn, 2.snemmtæka íhlutun og 3.námsefnisgerð.
  • Fundur vegna talkennslu, Agens Steina, HDE og HG ræddu um þann möguleika að veita þeim foreldrum sem hafa beðið lengi eftir að fá talkennslu fyrir börnin sín að veita Agnesi kennsluaðstöðu hér. Næstu skref eru að hún klári að sækja um starfsleyfi hjá SÍ, þegar því er lokið þá að bjóða foreldrum barnana fund með Ástráði og Agnesi. Foreldrar koma til með að þurfa að borga fyrir fyrsta tímann og ætlunin er svo að sækja um endurgreiðslu hjá SÍ.
  • Fundur með Hlíðaskóla 1.sept, framhald vegna fundar 6.júni þar sem félagið lagði fram minnisblað með tillögum að samkennslu á þremur námsgreinum. Táknmálssviðið fjársvelt sem bitnar á túlkaþjónustu fyrir nemendur og fleiri sviðum. Félagið ætlar að senda bréf til Rvk.borgar.
  • Fundur með Gerði, Fanneyju og HG vegna túlkaþjónustunnar. Rætt um hvort eigi við að döff sitji í siðanefnd, tillaga að gera fljótlega upplýsinga video um túlkun (táknmálstúlkun, myndsímatúlkun og snertitúlkun). Næsti fundur þegar verður unnið í myndbandinu.
  • Formaður svaraði könnun frá EFSLI vegna túlkaþjónustunnar. Maya DeWitt stýrir þessu, ætlunin er að kynna niðurstöðurnar 28.september á ráðstefnunni sem formaður sækir fyrir hönd Fh.
  • Fundur með sölumanni happdrættis vegna ósk hans um að setja á fót happdrættisnefnd. Sölumanni kynntar verklag sem unnið var af framkvæmdastjóra, lögfræðingi og endurskoðanda, honum kynnt niðurstöður stjórnar að setja ekki saman happdrættisnefnd þar sem yrðu miklir hagsmunaárekstar en í staðinn var samþykkt að bjóða sölumönnum á fund við byrjun sölutímabilsins þar sem þeim yrðu kynntar þessar reglur, farið yfir helstu atriði sem brennur á sölumönnum. Fundur 7.september. Mættu tveir sölumenn. 

Samþykkt

Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnti aðalmálið sem var að koma af stað hausthappdrættinu eftir ólgu vorsins. Stefnan að halda lágum kostnaði og yfirbyggingu yfir happdrættið þar sem reikna má með samdrætti í sölu. Stjórn óskar upplýsingar um gengi sölunnar og viðbrögðum almennings reglulega á næstu fundum.

EUD multilingualism 28. september

Formaður fer á fundinn sem fulltrúi Ísland. Hún mun í samstarfi við Gunnar fjölmiðlamann okkar halda út videodagbók yfir ferðina og innihald fundarins.

DNR 13. - 16. okt.

Ákveðið að senda Hjördísi Önnu eina út í þetta skipti á DNR fundinn í Kaupmannahöfn.

Dagur Döff dagskrá

Dagskrá Dags Döff kynnt af formanni og samþykkt. Aðal dagskráin verður 23. September og málstofa á laugardeginum 24 sept sem endar með bjórkvöldi í FH.

Nefnd vegna Dagur ÍTM

Formaður óskar eftir  að á næsta fundi verði sett á laggirnar nefnd til að halda utan um dagskrá dags ÍTM 13. febrúar næstkomandi en Félag heyrnarlausra er ábyrgðaraðili dagsins og tekur við keflinu af SHH sem aðal undirbúningsaðili. Óskað verði eftir 3-4 manneskjum nefndina.

Næsti fundur

4. Október kl. 16.15

Önnur mál

  1. Tillaga að leggja fram á næsta aðalfundi að nýir félagsmenn fái ekki strax aðgang í kostaða þjónustu og styrki á vegum félagsins. Í ljós kemur að félagsmenn sem skrá sig sæki beint í styrki og segi sig svo frá félaginu eftir úthlutun. Framkvæmdastjóri leggur tillögu fram að félagsmenn sem eru gildir frá árinu áður hafi fullan aðgangsrétt að styrkjum og kostaðri þjónustu félagsins.
  2. Fulltrúar félagsins á aðalfund ÖBÍ verða Hanna Lára, Kolbrún Völkudóttir og Sigríður Vala sem skipta með sér 2 sætum auk Bernharðs sem mun sitja alla dagskránna.
  3. Formaður lagði fram tillögu að á næsta fundi málanefndar ÍTM til næstu fjögurra ára að skoða gæða- og faglegt eftirlit með vinnu við táknmálstúlkun á efni yfir í íslenskt táknmál og öfugt. Með þessu á m.a. að opna möguleika á að fleiri aðilar geti boðið fram þjónustu í túlkun eða túlkuðu efni s.s. námsefni og fleiru. Stjórn hvatti til þess og samþykkti.
  4. Félagið mun leggja til á næsta fundi SkyHigh verkefnisins um snemmtæka íhlutun að félagið fái fulltrúa í verkefnaráðið en þar er enginn fulltrúi Félags heyrnarlausra/Döff. Félagið mun tilnefna Sigríði Völu sem fulltrúa og Uldiz Ozols sem varamann.
  5. Gunnar Snær kom og kynnti BaseCamp forrit fyrir stjórnarmenn til að auðvelda utanumhald um mikil email og skjalasamskipti um ákveðin mál. Stjórn mun taka upp þetta forrit og hvetur starfsmenn félagsins að gera slíkt hið sama.

Fundi slitið kl. 18.50.