Fundargerð stjórnar

Fundargerð stjórnar 23. ágúst 2016

Stjórnarfundur 23. ágúst 2016 - Kl. 17:30

Mættir: Heiðdís, Hjördís og Hanna Lára
Ritari: Daði

Fundargerð síðasta fundar

Undirrituð af viðstöddum en fjarstaddir eiga undirritun eftir

Skýrsla formanns

  • 7.júní, Heiðdís og Daði áttu fund með fulltrúum KrakkaRúv þar sem óskað var eftir að skoða þann möguleika að hafa táknmálstúlk í KrakkaFréttum og e.t.v í fleirum hlutum sem við á t.d fræðsluhlutanum. Ekki árangursríkur fundur, mikill tregi og RUV vísar alltaf til þess að ekki sé til peningur, tækni, flókið, of fáir og allar afsakanir. Ætlunin er að fylgja þessu eftir með bréfaskriftum ef KrakkaRúv heldur áfram göngu sinni.
  • 30.júní, Fundur málnefndar um ÍTM í Háskóla Íslands. Heiðdís fór fyrir hönd Fh á fyrsta fund eftir nýja skipun frá Mennta-og menningarmálaráðherra.  Ráðherra skipar fimm menn til setu í málnefnd um íslenskt táknmál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Sem sagt ráðherra ræður hver situr í nefndinni. Við skipun nefndarinnar skal haft samráð við hugvísindasvið Háskóla Íslands, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskerta hér á landi og Samband íslenskra sveitarfélaga (ráðherra leitar samráðs við þessa aðila – en þarf ekki endilega að fara eftir þeirra tillögum).
  • Ráðherra velur formann (Valgerður Stefánsdóttir) og varaformann (Sigríður Sigurðardóttir) málnefndar um íslenskt táknmál.
  • Á fundinum var meðal annars rætt um fulltrúa á norrænni málnefnd sem er í ágúst, samþykkt að senda bréf til Fh með upplýsingum um að lítill fjárstyrkur er til nefndarinnar sem gefur nefndinni ekki færi á að hafa starfsmann eins og hefur verið síðustu árin s.s 25% starfshlutfall. Samþykkt að senda bréf til Fh með beiðni um greinargerð um stöðu barna sem reiða sig á íslensk táknmál í daglegu lífi. Rætt um þann möguleika að fá Ben Bahn frá Gallaudet í tengslum við dag ÍTM 11.febrúar 2017.
  • Eramus verkefni S4H (Sign for handshakes), sem snýst um að fræða um stöðu döff á atvinnumarkaðinum. Ósk um að Ísland taki þátt, tillaga að Gunnar og Leszek taki þetta að sér og er hugmyndin að nota veitingastaðinn Lava eða togarann Arnar-UH1.
  • Árskýrsla til ÖBÍ vegna aðalfundar ÖBÍ í október. Kosningar um varaformann, gjaldkera og 7 stjórnarmenn, 3 varamenn.
  • Félagið hefur fengið svar frá Velferðarráðuneytinu vegna framkvæmdanefndar II. Sjá hjálagt bréf í fundargögnum. Búið að upplýsa Heyrnarhjálp og Fjólu um svarið.
  • Fulltrúar ÍFH hafa óskað eftir aðstoð til að leysa illdeilur einstakra íþróttamanna. Formaður lagði til að ÍFH myndi boða til félagsmannafundar þar sem kynnt verða verklagsreglur fyrir ÍFH og undirbúning fyrir keppnisferðir. Sjá drög að tillögum frá formanni Fh – hjálagt með fundargögnum.  Fundur aftur með fulltrúum ÍFH þar sem þetta lagt fyrir.
  • Fundur 11.ágúst með Svandísi Svavarsdóttur þingmanni VG og Kristjáni Guðmundssyni starfsmanni flokksins. Rætt um túlkafrumvarpið þar sem búið er að þýða frá túlkalögum í Danmörku.
  • 23.ágúst, fundur með framkvæmdastjóra og lögmönnum hjá PFS um umsókn Fh um fjarskiptaþjónustu vegna heyrnarlausra. Góður fundur, næstu skref er að bíða eftir svari frá þeim og við munum fylgja þessu áfram.

Formaður kynnti skýrslu sem var samþykkt. Óskað eftir að senda á stjórnarmenn svör frá velferðaráðuneyti vegna framkvæmdanefndar 2.

Skýrsla framkvæmdastjóra

  • 3/7 Skýrsla framkvæmdastjóra rædd og samþykkt. Liður 3 og 7 settir undir sama hatt. Stjórn samþykkti að sölumenn hvers póstnúmers ættu sölu í fyrirtæki þar einnig.
  • Einnig fá staðfest svör frá Ástráði og Jóni Rafnari að samþykkja starfsreglur happdrættis.
  • Tillögur til niðurskurðar samþykktar að mestu. Bíða amk til áramóta með niðurskurð á félagsráðgjafa. 

Stjórnarmenn skrifa undir trúnaðarskjal/heiðursm.samk.lag

Frestað til næsta fundar.

Ráðstefna í DK döfftúlka

Samþykkt að bjóða XXX að fara ef hún fær gistingu hjá kunningjum.

Multilingualism and Equal rights í Brussel 28. september

Samþykkt. Formaður fer.

Næstu skref FH -  tekjuöflun og leiðir til þess

Dagur Döff – “With Sign Language I'm Equal”

Tillögur að dagskrá lögð fram og samþykkt. Fá Árnýju að koma með tillögu að slogan fyrir daginn.

Næsti fundur

Næsti fundur er fimmtudaginn 8 september kl. 16.00

Önnur mál 

  1. Hjördís hefur sagt sig frá öllum embættis og nefndarstörfum hjá ÖBÍ
  2. Félagsmaður boðið sig til starfa sem viðburðarstjóri. Heiðdís svarar viðkomandi að ekki sé á döfinni í bráð að ráða viðburðarstjóra.
  3. Tillaga að Sigga Vala og Uldiz(vara) verði fulltrúar döff í SkyHigh nefnd

Fundi slitið kl. 18.50.