Á sama báti

11. jan. 2018

Í ágúst 2014 fóru fræknar konur í fjögurra daga ferð á kanóum á Temagami vatni en það er um 500 km norður af Toronto í Kanada. Hópurinn róaði um svæðið, um ár, vötn og víkur. Ferðin var óvenjuleg fyrir þær sakir að félagi í hópnum, Snædís, reiðir sig á hjálpartæki og aðstoðarfólk í sínu daglega lífi, en hún er hreyfihömluð og með samþætt sjón- og heyrnarskerðingu. 

Tumblr_n74nrsRhum1rix9n4o4_1280

Viðfangsefni heimildamyndarinnar er upplifun og samskipti hópsins í friðsælli náttúru óbyggða Temagami. Verkefni hópsins var krefjandi en hann lagði áherslu á að sigrast á því með samvinnu, jákvæðu viðmóti og seiglu. Hópurinn stefndi að því að yfirstíga þær daglegu samfélagslegu hindranir sem Snædís þurfti að takast á við svo að hún fái notið óbyggðanna eins og aðrir.

Handrit myndarinnar og efnistök var samstarfsverkefni leikstjórans, Höllu Ólafdóttur og þátttakenda verkefnisins. Þau hlutu styrk frá aðilum í Karolina Fund og náði að framleiða myndina og var hún sýnd í RÚV í gærkvöldi. Þau sem misstu af heimildamyndinni hafa tækifæri að sjá hana aðgengilega á Sarpinum áður en það rennur út í 10. apríl 2018.